Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8731 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg lömb voru send í sláturhús haustið 2016?

Samkvæmt upplýsingum frá Landsamtökum sauðfjárbænda var 597.973 sauðfjár slátrað árið 2016. Dilkar (lömb) voru 555.617 talsins eða 93% alls sauðfjár sem var sent í sláturhús en fullorðið fé var 42.356 talsins. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan hefur sauðfé sem farið hefur í sláturhús fjölgað nokkuð síð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hollt að stunda kynlíf?

Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri ve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér?

Iglur (Hirudinea) eru oft kallaðar blóðsugur á íslensku. Í raun er þó aðeins lítill hluti iglna sem tilheyrir ytri sníkjudýrum, en stór hluti þeirra rúmlega 600 tegunda sem lýst hefur verið lifir annars konar ránlífi. Flestar tegundir iglna finnast í ferskvatni en einnig lifa þær í sjó og einhverjar tegundir finna...

category-iconFélagsvísindi

Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?

Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna. Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, ha...

category-iconVísindavefurinn

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...

category-iconLæknisfræði

Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?

Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í glu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?

Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...

category-iconLandafræði

Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?

Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef Katla gýs? Getur það valdið skaða á einhvern hátt?

Tjón og umhverfisbreytingar af völdum gosa í Kötlukerfinu hafa orðið vegna gjóskufalls, jökulhlaupa, hraunrennslis, eldinga og jarðskjálfta. Hér verður að gera greinarmun á Kötlugosum undir jökli og Eldgjárgosinu sem náði til sprungureinarinnar utan jökuls. Gjóskufall og jökulhlaup eru algengustu skaðvaldarnir en ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?

Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru kakkalakkar á Íslandi?

Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hef...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?

Rithöfundurinn Isabel Allende er frá Chile að uppruna en fæddist í Perú og bjó í mörgum löndum Suður-Ameríku sem barn. Hún er bróðurdóttir fyrrum forseta Chile, Salvador Allende, (1908-1973) en honum var steypt af stóli í valdaráni hersins árið 1973 þegar Pinochet komst til valda. Í kjölfarið fór Isabel Allende í ...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?

Almenningur tengir hármissi ósjálfrátt við krabbamein. Hárlos og skalli er þó ekki fylgifiskur krabbameins, heldur meðferðar sem gripið er til og þá sérstaklega þegar gefin eru frumudrepandi krabbameinslyf. Skalli er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um PCB?

PCB er skammstöfun fyrir polychlorinated biphenyl. Um er að ræða efnaflokk um 209 efna sem eru lífræn hringsambönd tengd klór í mismunandi magni og á mismunandi vegu. Efnið var notað í stórum stíl í iðnaði til dæmis í spennaolíu, sem mýkingarefni í plast og í glussa ýmis konar. Efnið hefur síðan borist út í lífrík...

Fleiri niðurstöður