Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?

Helgi Sigurðsson

Almenningur tengir hármissi ósjálfrátt við krabbamein. Hárlos og skalli er þó ekki fylgifiskur krabbameins, heldur meðferðar sem gripið er til og þá sérstaklega þegar gefin eru frumudrepandi krabbameinslyf. Skalli er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur.

Þess ber að geta að hárlos getur einnig fylgt geislameðferð á þeim líkamspörtum sem hún beinist að. Skalli af völdum geislameðferðar verður því eingöngu sé meðferð beint að höfði. Önnur lyf sem eru notuð í meðferð krabbameina, eins og hormónalyf ýmiss konar og andhormónalyf, geta haft áhrif á líkamshár. Þau valda þó sjaldan algjörum hármissi eða skalla heldur frekar hárþynningu og stundum takmörkuðum skalla eða blettaskalla. Hið sama gildir um ýmis ný lyf eða svokölluð líftæknilyf, sem verður beitt í vaxandi mæli við meðhöndlun krabbameina.



Hárlos og skalli sem margir tengja krabbameini orsakast ekki af sjúkdómnum sjálfum heldur eru fylgifiskar krabbameinslyfja.

Flest frumudrepandi krabbameinslyf hafa áhrif á hárvöxt, þó í mismiklum mæli, og nokkur hafa óveruleg áhrif á hárvöxt. Enn fremur skiptir máli hvernig lyfin eru gefin en hárskalli kemur helst fram þegar gefa þarf lyf í æð og þegar fjöllyfjameðferð eða háskammtalyfjameðferð er beitt.

Frumudrepandi krabbameinslyf eru frekar ósértæk og hafa bæði áhrif á krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Sérstaklega á þetta við um þær frumur sem fjölga sér hratt eins og frumur í beinmerg, slímhúð, líkamshúð, nöglum og hársekkjum. Hárlos af völdum slíkra lyfja er ekki bara bundið við hár á höfði, heldur hefur meðferðin áhrif á allt líkamshár, eins og skeggrót og augabrýr.

Hárlos af völdum krabbameinslyfja byrjar fljótlega eftir að meðferð hefst eða 2-4 vikum eftir fyrstu lyfjagjöf. Oft fellur hárið í flygsum á tiltölulega stuttum tíma. Venjulega taka utanaðkomandi ekki eftir hárlosi á höfði fólks fyrr en fólk hefur misst yfir helming hársins. Hárvöxtur byrjar aftur fljótlega eftir að meðferð lýkur. Hárið vex síðan um hálfan cm á mánuði og er það yfirleitt orðið ágætlega þétt eftir um 3-6 mánuði.

Aukinn skilningur er á því af hverju hárlos verður af völdum lyfjameðferðar. Lyfin hindra frumuskiptingar og hárið sem vex í hársekkjum verður bæði þynnra og stökkt. Við minnsta áreiti, eins og hárþvott eða hárburstun, brotnar hárið einfaldlega þar sem það vex út úr hársekknum.

Fram til þessa hefur ekki verið hægt að hindra þessa aukaverkun á fullnægjandi hátt. Einna helst hefur verið reynt að beita kælimeðferð á hársvörð samhliða lyfjameðferð, en árangur aðferðarinnar er umdeildur og meðferðin tímafrek og óþægileg. Í rannsóknum á dýrum hefur verið hægt að minnka hárlos í kjölfar krabbameinslyfjameðferðar með því að beita staðbundinni meðferð með hárstyrkjandi lyfjum eins og N-acetylcysteine (Minoxil), D-vítamíni og frumuvaxtarþáttum (interleukin 1B, EGF, FGF1). Ekki hefur enn verið sýnt fram á að slík meðferð hindri hármissi hjá mönnum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um krabbamein, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um krabbamein með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvél Vísindavefsins.

Heimild og mynd:

Höfundur

prófessor/yfirlæknir, forstöðumaður fræðasviðs krabbameinslækninga

Útgáfudagur

10.5.2007

Spyrjandi

Daníel Guðmundur, f. 1992

Tilvísun

Helgi Sigurðsson. „Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6632.

Helgi Sigurðsson. (2007, 10. maí). Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6632

Helgi Sigurðsson. „Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6632>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?
Almenningur tengir hármissi ósjálfrátt við krabbamein. Hárlos og skalli er þó ekki fylgifiskur krabbameins, heldur meðferðar sem gripið er til og þá sérstaklega þegar gefin eru frumudrepandi krabbameinslyf. Skalli er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur.

Þess ber að geta að hárlos getur einnig fylgt geislameðferð á þeim líkamspörtum sem hún beinist að. Skalli af völdum geislameðferðar verður því eingöngu sé meðferð beint að höfði. Önnur lyf sem eru notuð í meðferð krabbameina, eins og hormónalyf ýmiss konar og andhormónalyf, geta haft áhrif á líkamshár. Þau valda þó sjaldan algjörum hármissi eða skalla heldur frekar hárþynningu og stundum takmörkuðum skalla eða blettaskalla. Hið sama gildir um ýmis ný lyf eða svokölluð líftæknilyf, sem verður beitt í vaxandi mæli við meðhöndlun krabbameina.



Hárlos og skalli sem margir tengja krabbameini orsakast ekki af sjúkdómnum sjálfum heldur eru fylgifiskar krabbameinslyfja.

Flest frumudrepandi krabbameinslyf hafa áhrif á hárvöxt, þó í mismiklum mæli, og nokkur hafa óveruleg áhrif á hárvöxt. Enn fremur skiptir máli hvernig lyfin eru gefin en hárskalli kemur helst fram þegar gefa þarf lyf í æð og þegar fjöllyfjameðferð eða háskammtalyfjameðferð er beitt.

Frumudrepandi krabbameinslyf eru frekar ósértæk og hafa bæði áhrif á krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Sérstaklega á þetta við um þær frumur sem fjölga sér hratt eins og frumur í beinmerg, slímhúð, líkamshúð, nöglum og hársekkjum. Hárlos af völdum slíkra lyfja er ekki bara bundið við hár á höfði, heldur hefur meðferðin áhrif á allt líkamshár, eins og skeggrót og augabrýr.

Hárlos af völdum krabbameinslyfja byrjar fljótlega eftir að meðferð hefst eða 2-4 vikum eftir fyrstu lyfjagjöf. Oft fellur hárið í flygsum á tiltölulega stuttum tíma. Venjulega taka utanaðkomandi ekki eftir hárlosi á höfði fólks fyrr en fólk hefur misst yfir helming hársins. Hárvöxtur byrjar aftur fljótlega eftir að meðferð lýkur. Hárið vex síðan um hálfan cm á mánuði og er það yfirleitt orðið ágætlega þétt eftir um 3-6 mánuði.

Aukinn skilningur er á því af hverju hárlos verður af völdum lyfjameðferðar. Lyfin hindra frumuskiptingar og hárið sem vex í hársekkjum verður bæði þynnra og stökkt. Við minnsta áreiti, eins og hárþvott eða hárburstun, brotnar hárið einfaldlega þar sem það vex út úr hársekknum.

Fram til þessa hefur ekki verið hægt að hindra þessa aukaverkun á fullnægjandi hátt. Einna helst hefur verið reynt að beita kælimeðferð á hársvörð samhliða lyfjameðferð, en árangur aðferðarinnar er umdeildur og meðferðin tímafrek og óþægileg. Í rannsóknum á dýrum hefur verið hægt að minnka hárlos í kjölfar krabbameinslyfjameðferðar með því að beita staðbundinni meðferð með hárstyrkjandi lyfjum eins og N-acetylcysteine (Minoxil), D-vítamíni og frumuvaxtarþáttum (interleukin 1B, EGF, FGF1). Ekki hefur enn verið sýnt fram á að slík meðferð hindri hármissi hjá mönnum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um krabbamein, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um krabbamein með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvél Vísindavefsins.

Heimild og mynd:...