Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5456 svör fundust
Hvað er heimurinn stór í metrum?
Um stærð heimsins hefur nokkrum sinnum verið fjallað á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni: Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? Þar kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars það að alheimurinn getur bæði verið endanlegur og endalaus. Af því leiðir að lítið er hægt að segja um ...
Af hverju vaxa neglur og hár?
Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram. Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars: Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í...
Leiðir vatn rafmagn vel?
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...
Hvað éta járnsmiðir?
Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...
Hvað er mannakorn?
Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna. Elst dæmi um notkun orðsins er úr tímaritinu Bjarma frá 1915. Þar stendur:„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, pren...
Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?
Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...
Af hverju segja sumir „sjáustum“ en ekki „sjáumst“?
Í fornu máli var ending fyrstu persónu eintölu í miðmynd –umsk, köllumsk en ending 3. persónu –st, kallast. Á 14. öld fór að verða vart þeirrar breytingar að í fyrstu persónu var tekin upp ending þriðju persónu, kallast. Þetta eru talin norsk áhrif sem komu fyrst fram í tilteknu málsniði. Þessi breyting breiddist ...
Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?
Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...
Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?
Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi. Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri...
Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?
Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...
Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?
Á vef Hagstofu Íslands má nálgast öll þau gögn sem þarf til að reikna út svar við þessari spurningu og reyndar fjölmörgum öðrum. Nýjustu tölur um tekjur og atvinnuþátttöku Íslendinga eru frá árinu 2008. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi starfandi einstaklinga var 178.600, þar af voru 140.600 í fullu starfi ...
Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?
Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni. Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þa...
Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?
Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...
Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?
Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltin...
Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?
Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið? ...