Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?

EÖÞ

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast öll þau gögn sem þarf til að reikna út svar við þessari spurningu og reyndar fjölmörgum öðrum.

Nýjustu tölur um tekjur og atvinnuþátttöku Íslendinga eru frá árinu 2008. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi starfandi einstaklinga var 178.600, þar af voru 140.600 í fullu starfi (unnu að jafnaði 35 klukkustundir í viku eða meira) og 38.000 í hlutastarfi (unnu að jafnaði 1-34 klukkustundir í viku).

Meðaltal reglulegra launa, sem eru greidd mánaðarlaun fyrir dag- eða vaktavinnu og hvers konar álag, voru árið 2008 355.000 kr. hjá einstaklingum í fullu starfi en 236.000 kr. hjá þeim sem voru í hlutastarfi.



Við getum þá reiknað út tekjur allra Íslendinga á degi hverjum:

  • Heildarmánaðarlaun hjá þeim sem voru í fullu starfi:
    • 140.600 x 355.000 = 49.913.000.000
  • Heildarmánaðarlaun hjá þeim sem voru í hlutastarfi:
    • 38.000 x 236.000 = 8.968.000.000
  • Samtals:
    • 49.913.000.000+8.968.000.000 = 58.881.000.000

Ef við reiknum með 30 dögum í mánuði er hægt að segja að heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi séu:

58.881.000.000 / 30 = 1.962.700.000

Það má því segja að Íslendingar vinni sér inn tæpa 2 milljarða króna hvern dag, jafnt virka daga sem helgidaga.

Þá má geta þess að Samtök atvinnulífsins telja umfang svartrar atvinnustarfsemi vera um 5-8%. Ef við tökum meðtaltal þeirrar spár inn í myndina eru tekjurnar:

1.962.700.000 * 1,065 = 2.090.275.500
eða tæplega 2,1 milljarður króna.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

28.10.2009

Spyrjandi

Þórarinn H. Dagsson

Tilvísun

EÖÞ. „Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?“ Vísindavefurinn, 28. október 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53302.

EÖÞ. (2009, 28. október). Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53302

EÖÞ. „Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?
Á vef Hagstofu Íslands má nálgast öll þau gögn sem þarf til að reikna út svar við þessari spurningu og reyndar fjölmörgum öðrum.

Nýjustu tölur um tekjur og atvinnuþátttöku Íslendinga eru frá árinu 2008. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi starfandi einstaklinga var 178.600, þar af voru 140.600 í fullu starfi (unnu að jafnaði 35 klukkustundir í viku eða meira) og 38.000 í hlutastarfi (unnu að jafnaði 1-34 klukkustundir í viku).

Meðaltal reglulegra launa, sem eru greidd mánaðarlaun fyrir dag- eða vaktavinnu og hvers konar álag, voru árið 2008 355.000 kr. hjá einstaklingum í fullu starfi en 236.000 kr. hjá þeim sem voru í hlutastarfi.



Við getum þá reiknað út tekjur allra Íslendinga á degi hverjum:

  • Heildarmánaðarlaun hjá þeim sem voru í fullu starfi:
    • 140.600 x 355.000 = 49.913.000.000
  • Heildarmánaðarlaun hjá þeim sem voru í hlutastarfi:
    • 38.000 x 236.000 = 8.968.000.000
  • Samtals:
    • 49.913.000.000+8.968.000.000 = 58.881.000.000

Ef við reiknum með 30 dögum í mánuði er hægt að segja að heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi séu:

58.881.000.000 / 30 = 1.962.700.000

Það má því segja að Íslendingar vinni sér inn tæpa 2 milljarða króna hvern dag, jafnt virka daga sem helgidaga.

Þá má geta þess að Samtök atvinnulífsins telja umfang svartrar atvinnustarfsemi vera um 5-8%. Ef við tökum meðtaltal þeirrar spár inn í myndina eru tekjurnar:

1.962.700.000 * 1,065 = 2.090.275.500
eða tæplega 2,1 milljarður króna.

Heimildir:

Mynd:...