Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 11 svör fundust
Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?
Á vef Hagstofu Íslands má nálgast öll þau gögn sem þarf til að reikna út svar við þessari spurningu og reyndar fjölmörgum öðrum. Nýjustu tölur um tekjur og atvinnuþátttöku Íslendinga eru frá árinu 2008. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi starfandi einstaklinga var 178.600, þar af voru 140.600 í fullu starfi ...
Hvað eru samlegðaráhrif?
Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope. Við getum ti...
Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?
Árið 2000 skilaði tekjuskattur einstaklinga 44,1 milljarði króna í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs það ár voru 224,7 milljarðar og hlutur tekjuskattsins því rétt tæpur fimmtungur eða 19,6%. Af þessum 224,7 milljörðum voru skattar, vörugjald og tollar 200,6 milljarðar og hlutur tekjuskatta því um 22% af þeirri ...
Hvað er talnalæsi?
Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými o...
Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?
Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér. Reykjanesvirkjun.Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur la...
Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi....
Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?
Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, l...
Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....
Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?
Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...
Hvað hefur hagfræðin að segja um mútur?
Mútur (e. bribes) eru ein birtingarmynd spillingar (e. corruption). Samtök gegn spillingu, Transparency International, skilgreina spillingu sem „misnotkun stöðu og valds í eiginhagsmunaskyni“ (e. „abuse of entrusted power for private gains“, sjá https://www.transparency.org/what-is-corruption#define). Spilling get...
Stefnir í að afgangur af ríkisfjármálum á þessu ári verði meiri en allur uppsafnaður halli frá 2009-2013?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...