Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er talnalæsi?

Kristín Bjarnadóttir

Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými og efnismagni.

Færni í meðferð talna er fólgin í að átta sig á stærð talna, hafa gott vald á venjulegum reikniaðgerðum í heilum tölum: samlagningu, frádrátt, margföldun, deilingu, hlutföllum og prósentum, og kunna góð skil á mælieiningum.

Mikilvægasti þáttur í góðu talnalæsi er að geta lagt mat á tölur. Til þess þarf að hafa gott vald á reikniaðgerðum með heilum tölum í huganum. Þá er nauðsynlegt að geta námundað tölur að tölum sem eru viðráðanlegar í hugarreikningi án þess að missa sjónar á stærðargráðu þeirra.

Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel.

Annar mikilvægur þáttur er að þekkja vel helstu mælieiningar og geta lagt mat á þær. Til þess er gagnlegt að koma sér upp viðmiðum á algengum mælieiningum og geta talið út frá þeim, og kunna góð skil á samhengi stórra og smárra mælieininga.

Námundun eða nálgun er mikilvægt tæki í talnalæsi. Oft má vinna með nálægar tölur til einföldunar um leið og haft er í huga að útkoman verður aðeins of há eða lág. Hæfni til að námunda tölur víkkar út sviðið sem talnalæsi nær til. Nálgun brota, bæði tugabrota og almennra brota, getur einfaldað vinnu með brot, og dregið fram stærðargráðu þeirra.

Hlutföll og prósentur. Hlutföll eru algeng í skiptingu kostnaðar, til dæmis þegar fasteign er sameign fleiri aðila. Hlutföll eru oft gerð sýnileg í framsetningu tölulegra gagna með myndritum þar sem hlutföllin eru sýnd með súlum, stöplum og skífum, en framsetningin getur einnig villt sýn.

Prósentur eru hlutfall af hundraði. Prósentur birtast neytendum til dæmis í tilboðum um afslætti. Vextir af lánum eru reiknaðir í prósentum. Einfalt viðmið um prósentur er að 1% er 1/100 af stærð, sem má finna með því að færa kommu um tvö sæti til vinstri. Dæmi: 1% af 30 000 er 300,00. Tíu prósent af stærð er 10/100 eða 1/10, sem má finna með því að færa kommu um eitt sæti til vinstri. Dæmi: 10% af 45 000 er 450,00 eða 450. 25% er 25/100 sem er ¼. Þess vegna má reikna 25% af upphæð með því að deila í hana með 4.

Tími. Talnalæsi er að kunna á klukku, bæði á klukkuskífu með tólf tölum og stafræna klukku. Talnalæsi felur í sér geta metið tímalengdir í sekúndum, mínútum, klukkustundum og dögum eftir því sem við á og breytt þar á milli, svo og að geta metið tímalengdir daga, vikna, mánaða og ára. Mikilvæg hæfni er að geta reiknað tímamun á milli ólíkra tímabelta heimsins.

Meðferð fjármuna. Talnalæsi felst meðal annars í að gera sér grein fyrir verðgildi peninga og að þekkja verðgildi algengra hluta. Talnalæsi felur í sér að gera sér grein fyrir samhengi á milli mismunandi verðgilda, svo sem hversdagslegrar neysluvöru sem talin er í hundruðum eða þúsundum króna; stórra eigna eins og húsnæðis sem taldar eru í tugum milljóna króna; og þjóðhagslegra stærða sem taldar eru í milljörðum króna eins og til dæmis rekstur skóla af meðalstærð. Einnig má telja til talnalæsis að þekkja verðgildi algengra erlendra gjaldmiðla, svo sem evru, €, Bandaríkjadals, $, og bresks punds, £, og að eiga hægt með að breyta úr einum gjaldmiðli í annan með viðeigandi námundun.

Lengdir og fjarlægðir. Til talnalæsis telst tilfinning fyrir og hæfni til mats á algengum mælieiningum. Hlutir sem komast fyrir á borði eru mældir í sentimetrum, cm. Grunneiningin metri (m) er til dæmis mælikvarði á vistarverum, svo sem stærð herbergja. Fjarlægðir á vegum úti eru mældar í kílómetrum, km. Fjarlægðir innanlands eru í mesta lagi mældar í hundruðum kílómetra, og ummál jarðarinnar er um 40 þúsund kílómetrar.

Til talnalæsis telst tilfinning fyrir og hæfni til mats á algengum mælieiningum.

Rými. Algeng mælieining rúmmáls eru lítri (l) sem mælir fljótandi efni og loftkennd. Einn lítri jafngildir rúmmáli tenings sem er einn desimetri (dm) eða 10 sentimetrar á hvern veg. Þannig tengjast metramálið og lítramálið. Til mælinga smærra magns er notaður millilítri (ml), einn þúsundasti hluti úr lítra. Annar algengur mælikvarði rýmis er rúmmetri (m3) sem samsvarar rúmmáli tenings sem er einn metri á hvern veg. Loftmengun er til dæmis miðuð við rúmmetra. Sum efni eru mæld í milligrömmum (mg) á rúmmetra, en ýmis snefilefni eru mæld í míkrógrömmum (µg) á rúmmetra.

Efnismagn. Mælikvarði á efnismagn er afar víðtækur. Grunneiningin er kílógramm (kg) sem er þúsund grömm. Hversdagslegar stærðir eins og þyngd fólks eða dagvara eru mældar í kílógrömmum. Burðargeta vinnuvéla eða skipa er mæld í tonnum. Eitt tonn er þúsund kílógrömm. Mælieiningin gramm (g) er notuð til að mæla smærri stærðir, til dæmis í mataruppskriftum. Minni stærðir eins og snefilefni í lofti eða vatni eru mældar í milligrömmum eða míkrógrömmum. Milligramm er einn þúsundasti hluti úr grammi. Míkrógramm er einn þúsundasti úr milligrammi.

Dæmi um námundun

  1. Talan 585 er nærri 600. Þegar þarf að meta hve mikið eldsneyti þarf til að aka 585 kílómetra, km, og ökutækið eyðir 7 lítrum á 100 km, er gott að beita námundun. Í skjótu bragði má sjá að 585 km eru því sem næst 6 hundruð og 6 * 7 = 42 lítrar. Oft þarf að meta hvort heppilegra er að fá útkomu sem er aðeins ofan við eða aðeins neðan við nákvæmt svar.

  2. Í fjárlögum fyrir árið 2023 eru heildartekjur áætlaðar 1.147.826,3 milljónir króna en heildargjöld 1.267.508,5 milljónir. Þegar meta skal svo stórar tölur er að ræða er hægast að námunda þær í heilar þúsundir milljóna, milljarða, með því að færa kommuna um þrjú sæti til vinstri:
    Heildartekjur: 1.147 milljarðar.; heildargjöld: 1.267 milljarðar. Nú má glöggt sjá að áætlað tap er um 120 milljarðar.
    Nákvæmara hefði verið, en óþarfi í þessu tilviki, að hækka upp síðasta staf með tilliti til þess sem klippt var aftan af, en hér skiptir það ekki máli þar sem báðar stærðir hækka:
    Heildartekjur: 1148 milljarðar; heildargjöld: 1268 milljarðar; áætlað tap um 120 milljarðar.

Hverju sinni þarf að meta hve mikil nákvæmni er nauðsynleg. Í dæminu um fjárlög er óþarfi að skoða tölustafi í lægri sætum. Fjárlög eru áætlun og tölurnar munu hvort eð er breytast eftir því sem líður á árið.

Myndir:

Upprunaleg spurning Guðrúnar var: Hvað er talnaskilningur?

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

15.2.2023

Spyrjandi

Guðrún Helgadóttir

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvað er talnalæsi?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84647.

Kristín Bjarnadóttir. (2023, 15. febrúar). Hvað er talnalæsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84647

Kristín Bjarnadóttir. „Hvað er talnalæsi?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84647>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er talnalæsi?
Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými og efnismagni.

Færni í meðferð talna er fólgin í að átta sig á stærð talna, hafa gott vald á venjulegum reikniaðgerðum í heilum tölum: samlagningu, frádrátt, margföldun, deilingu, hlutföllum og prósentum, og kunna góð skil á mælieiningum.

Mikilvægasti þáttur í góðu talnalæsi er að geta lagt mat á tölur. Til þess þarf að hafa gott vald á reikniaðgerðum með heilum tölum í huganum. Þá er nauðsynlegt að geta námundað tölur að tölum sem eru viðráðanlegar í hugarreikningi án þess að missa sjónar á stærðargráðu þeirra.

Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel.

Annar mikilvægur þáttur er að þekkja vel helstu mælieiningar og geta lagt mat á þær. Til þess er gagnlegt að koma sér upp viðmiðum á algengum mælieiningum og geta talið út frá þeim, og kunna góð skil á samhengi stórra og smárra mælieininga.

Námundun eða nálgun er mikilvægt tæki í talnalæsi. Oft má vinna með nálægar tölur til einföldunar um leið og haft er í huga að útkoman verður aðeins of há eða lág. Hæfni til að námunda tölur víkkar út sviðið sem talnalæsi nær til. Nálgun brota, bæði tugabrota og almennra brota, getur einfaldað vinnu með brot, og dregið fram stærðargráðu þeirra.

Hlutföll og prósentur. Hlutföll eru algeng í skiptingu kostnaðar, til dæmis þegar fasteign er sameign fleiri aðila. Hlutföll eru oft gerð sýnileg í framsetningu tölulegra gagna með myndritum þar sem hlutföllin eru sýnd með súlum, stöplum og skífum, en framsetningin getur einnig villt sýn.

Prósentur eru hlutfall af hundraði. Prósentur birtast neytendum til dæmis í tilboðum um afslætti. Vextir af lánum eru reiknaðir í prósentum. Einfalt viðmið um prósentur er að 1% er 1/100 af stærð, sem má finna með því að færa kommu um tvö sæti til vinstri. Dæmi: 1% af 30 000 er 300,00. Tíu prósent af stærð er 10/100 eða 1/10, sem má finna með því að færa kommu um eitt sæti til vinstri. Dæmi: 10% af 45 000 er 450,00 eða 450. 25% er 25/100 sem er ¼. Þess vegna má reikna 25% af upphæð með því að deila í hana með 4.

Tími. Talnalæsi er að kunna á klukku, bæði á klukkuskífu með tólf tölum og stafræna klukku. Talnalæsi felur í sér geta metið tímalengdir í sekúndum, mínútum, klukkustundum og dögum eftir því sem við á og breytt þar á milli, svo og að geta metið tímalengdir daga, vikna, mánaða og ára. Mikilvæg hæfni er að geta reiknað tímamun á milli ólíkra tímabelta heimsins.

Meðferð fjármuna. Talnalæsi felst meðal annars í að gera sér grein fyrir verðgildi peninga og að þekkja verðgildi algengra hluta. Talnalæsi felur í sér að gera sér grein fyrir samhengi á milli mismunandi verðgilda, svo sem hversdagslegrar neysluvöru sem talin er í hundruðum eða þúsundum króna; stórra eigna eins og húsnæðis sem taldar eru í tugum milljóna króna; og þjóðhagslegra stærða sem taldar eru í milljörðum króna eins og til dæmis rekstur skóla af meðalstærð. Einnig má telja til talnalæsis að þekkja verðgildi algengra erlendra gjaldmiðla, svo sem evru, €, Bandaríkjadals, $, og bresks punds, £, og að eiga hægt með að breyta úr einum gjaldmiðli í annan með viðeigandi námundun.

Lengdir og fjarlægðir. Til talnalæsis telst tilfinning fyrir og hæfni til mats á algengum mælieiningum. Hlutir sem komast fyrir á borði eru mældir í sentimetrum, cm. Grunneiningin metri (m) er til dæmis mælikvarði á vistarverum, svo sem stærð herbergja. Fjarlægðir á vegum úti eru mældar í kílómetrum, km. Fjarlægðir innanlands eru í mesta lagi mældar í hundruðum kílómetra, og ummál jarðarinnar er um 40 þúsund kílómetrar.

Til talnalæsis telst tilfinning fyrir og hæfni til mats á algengum mælieiningum.

Rými. Algeng mælieining rúmmáls eru lítri (l) sem mælir fljótandi efni og loftkennd. Einn lítri jafngildir rúmmáli tenings sem er einn desimetri (dm) eða 10 sentimetrar á hvern veg. Þannig tengjast metramálið og lítramálið. Til mælinga smærra magns er notaður millilítri (ml), einn þúsundasti hluti úr lítra. Annar algengur mælikvarði rýmis er rúmmetri (m3) sem samsvarar rúmmáli tenings sem er einn metri á hvern veg. Loftmengun er til dæmis miðuð við rúmmetra. Sum efni eru mæld í milligrömmum (mg) á rúmmetra, en ýmis snefilefni eru mæld í míkrógrömmum (µg) á rúmmetra.

Efnismagn. Mælikvarði á efnismagn er afar víðtækur. Grunneiningin er kílógramm (kg) sem er þúsund grömm. Hversdagslegar stærðir eins og þyngd fólks eða dagvara eru mældar í kílógrömmum. Burðargeta vinnuvéla eða skipa er mæld í tonnum. Eitt tonn er þúsund kílógrömm. Mælieiningin gramm (g) er notuð til að mæla smærri stærðir, til dæmis í mataruppskriftum. Minni stærðir eins og snefilefni í lofti eða vatni eru mældar í milligrömmum eða míkrógrömmum. Milligramm er einn þúsundasti hluti úr grammi. Míkrógramm er einn þúsundasti úr milligrammi.

Dæmi um námundun

  1. Talan 585 er nærri 600. Þegar þarf að meta hve mikið eldsneyti þarf til að aka 585 kílómetra, km, og ökutækið eyðir 7 lítrum á 100 km, er gott að beita námundun. Í skjótu bragði má sjá að 585 km eru því sem næst 6 hundruð og 6 * 7 = 42 lítrar. Oft þarf að meta hvort heppilegra er að fá útkomu sem er aðeins ofan við eða aðeins neðan við nákvæmt svar.

  2. Í fjárlögum fyrir árið 2023 eru heildartekjur áætlaðar 1.147.826,3 milljónir króna en heildargjöld 1.267.508,5 milljónir. Þegar meta skal svo stórar tölur er að ræða er hægast að námunda þær í heilar þúsundir milljóna, milljarða, með því að færa kommuna um þrjú sæti til vinstri:
    Heildartekjur: 1.147 milljarðar.; heildargjöld: 1.267 milljarðar. Nú má glöggt sjá að áætlað tap er um 120 milljarðar.
    Nákvæmara hefði verið, en óþarfi í þessu tilviki, að hækka upp síðasta staf með tilliti til þess sem klippt var aftan af, en hér skiptir það ekki máli þar sem báðar stærðir hækka:
    Heildartekjur: 1148 milljarðar; heildargjöld: 1268 milljarðar; áætlað tap um 120 milljarðar.

Hverju sinni þarf að meta hve mikil nákvæmni er nauðsynleg. Í dæminu um fjárlög er óþarfi að skoða tölustafi í lægri sætum. Fjárlög eru áætlun og tölurnar munu hvort eð er breytast eftir því sem líður á árið.

Myndir:

Upprunaleg spurning Guðrúnar var: Hvað er talnaskilningur?...