Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar finn ég sundurliðaðar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins í hlutfalli við verga landsframleiðslu?

Gylfi Magnússon

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hversu hátt er hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins, ríkis og sveitarfélaga, í prósentum talið miðað við verga landsframleiðslu (enska: GDP) Íslands á ári?

Seðlabankinn heldur utan um tölur á þessu sviði og birtir reglulega. Meðal annars er hægt að sjá að í lok september 2024 voru heildarskuldir þjóðarbúsins áætlaðar 3.404 milljarðar króna.[1] Nú er það auðvitað svo að þjóðarbúið hefur ekki kennitölu og skuldar ekkert en þetta er samtala fyrir alla innlenda aðila. Af þessu skuldaði ríkissjóður 406 milljarða og Seðlabankinn 79 milljarða til viðbótar. Innlánsstofnanir skulduðu 929 milljarða og þótt hluti þeirra séu í eigu ríkisins þá teljast þær skuldir ekki með skuldum þess. Það sama má segja um skuldir flestra ríkisfyrirtækja, þar á meðal Landsvirkjunar. Aðrar skuldir hvíla á herðum margvíslegra fyrirtækja, þar á meðal fyrirtækja sem teljast íslensk þótt þau séu í eigu erlendra aðila.

Til að setja þessar tölur í samhengi við verga landsframleiðslu þá er hægt að skoða upplýsingar um hana á vef Hagstofunnar. Hún var áætluð 4.321 milljarður árið 2023 en það eru nýjustu tölur þegar þetta svar er tekið saman.[2] Skuldirnar samsvöruðu því um 79% af vergri landsframleiðslu þess árs en verða fyrirsjáanlega aðeins lægra hlutfall af landsframleiðslu ársins 2024 því að hún hefur vaxið að nafnvirði milli ára.

Hægt er sækja ýmis konar talnaefni á vef Hagstofunnar. Þetta myndrit þaðan sýnir heildartekjur og -gjöld hins opinbera frá 1980-2023.

Sem betur fer eru líka til verulegar erlendar eignir sem innlendir aðilar eiga. Seðlabankinn birtir líka tölur um þær.[3] Eignirnar voru metnar á 6.351 milljarð í lok september 2024. Stór hluti þess voru erlend verðbréf í eigu lífeyriskerfisins.

Fleira skiptir máli í þessu samhengi, meðal annars fyrirtæki sem erlendir aðilar eiga hérlendis. Þegar allt er tekið saman, annars vegar eignir sem erlendir aðilar eiga hérlendis og skuldir innlendra aðila við erlenda og hins vegar eignir sem innlendir aðilar eiga í útlöndum og skuldir erlendra við innlenda er hægt að reikna út svokallaða hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins. Hún er munurinn á eignum þjóðarbúsins og skuldum í þessum skilningi. Staðan var talin jákvæð um 1.793 milljarða í lok september 2024.

Tilvísanir:
  1. ^ Erlendar skuldir. (Sótt 6.02.2025).
  2. ^ Peningalegar eignir og skuldir hins opinbera 1998-2023. PxWeb. (Sótt 6.02.2025).
  3. ^ Erlend staða þjóðarbúsins. (Sótt 6.02.2025).

Ítarefni:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.2.2025

Spyrjandi

Orri Ólafur Magnússon

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvar finn ég sundurliðaðar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins í hlutfalli við verga landsframleiðslu?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2025, sótt 21. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87506.

Gylfi Magnússon. (2025, 6. febrúar). Hvar finn ég sundurliðaðar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins í hlutfalli við verga landsframleiðslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87506

Gylfi Magnússon. „Hvar finn ég sundurliðaðar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins í hlutfalli við verga landsframleiðslu?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2025. Vefsíða. 21. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87506>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar finn ég sundurliðaðar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins í hlutfalli við verga landsframleiðslu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hversu hátt er hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins, ríkis og sveitarfélaga, í prósentum talið miðað við verga landsframleiðslu (enska: GDP) Íslands á ári?

Seðlabankinn heldur utan um tölur á þessu sviði og birtir reglulega. Meðal annars er hægt að sjá að í lok september 2024 voru heildarskuldir þjóðarbúsins áætlaðar 3.404 milljarðar króna.[1] Nú er það auðvitað svo að þjóðarbúið hefur ekki kennitölu og skuldar ekkert en þetta er samtala fyrir alla innlenda aðila. Af þessu skuldaði ríkissjóður 406 milljarða og Seðlabankinn 79 milljarða til viðbótar. Innlánsstofnanir skulduðu 929 milljarða og þótt hluti þeirra séu í eigu ríkisins þá teljast þær skuldir ekki með skuldum þess. Það sama má segja um skuldir flestra ríkisfyrirtækja, þar á meðal Landsvirkjunar. Aðrar skuldir hvíla á herðum margvíslegra fyrirtækja, þar á meðal fyrirtækja sem teljast íslensk þótt þau séu í eigu erlendra aðila.

Til að setja þessar tölur í samhengi við verga landsframleiðslu þá er hægt að skoða upplýsingar um hana á vef Hagstofunnar. Hún var áætluð 4.321 milljarður árið 2023 en það eru nýjustu tölur þegar þetta svar er tekið saman.[2] Skuldirnar samsvöruðu því um 79% af vergri landsframleiðslu þess árs en verða fyrirsjáanlega aðeins lægra hlutfall af landsframleiðslu ársins 2024 því að hún hefur vaxið að nafnvirði milli ára.

Hægt er sækja ýmis konar talnaefni á vef Hagstofunnar. Þetta myndrit þaðan sýnir heildartekjur og -gjöld hins opinbera frá 1980-2023.

Sem betur fer eru líka til verulegar erlendar eignir sem innlendir aðilar eiga. Seðlabankinn birtir líka tölur um þær.[3] Eignirnar voru metnar á 6.351 milljarð í lok september 2024. Stór hluti þess voru erlend verðbréf í eigu lífeyriskerfisins.

Fleira skiptir máli í þessu samhengi, meðal annars fyrirtæki sem erlendir aðilar eiga hérlendis. Þegar allt er tekið saman, annars vegar eignir sem erlendir aðilar eiga hérlendis og skuldir innlendra aðila við erlenda og hins vegar eignir sem innlendir aðilar eiga í útlöndum og skuldir erlendra við innlenda er hægt að reikna út svokallaða hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins. Hún er munurinn á eignum þjóðarbúsins og skuldum í þessum skilningi. Staðan var talin jákvæð um 1.793 milljarða í lok september 2024.

Tilvísanir:
  1. ^ Erlendar skuldir. (Sótt 6.02.2025).
  2. ^ Peningalegar eignir og skuldir hins opinbera 1998-2023. PxWeb. (Sótt 6.02.2025).
  3. ^ Erlend staða þjóðarbúsins. (Sótt 6.02.2025).

Ítarefni:

Mynd:...