Gasið sem kom frá eldgosunum rauk ekki út í geiminn vegna þess að þyngdarkraftur jarðarinnar hélt sameindunum að yfirborðinu. Þessu er öðruvísi háttað til dæmis á Merkúríusi, en þar er enginn lofthjúpur. Merkúríus er mun minni og léttari en aðrar reikistjörnur og aðdráttarkraftur frá honum er því miklu minni. Sameindir sem gætu myndað lofthjúp á Merkúríusi sleppa því út í geiminn. Um þetta er hægt að lesa meira í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?
Úti í geimnum eru gassameindir, en þar sem alheimurinn er svo gríðarlega stór eru sameindirnar mjög dreifðar. Í Vetrarbrautinni okkar er til dæmis miklu meira lofttæmi en hægt er að ná í bestu tilraunastofum. En þar sem Vetrarbrautin er risastór er í rauninni töluvert af efni þar, aðallega vetni og helín. En ástæðan fyrir því að meira og þéttara andrúmsloft er í lofthjúpi jarðar en fyrir utan hann er semsagt sú að þyngdarkraftur jarðarinnar heldur andrúmsloftinu að yfirborðinu. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur? eftir ÞV
- Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvernig varð lofthjúpurinn til? eftir Stjörnufræðivefinn
- Wired Science. Sótt 18.3.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.