Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson

Þessu ræður tvennt:
  1. Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðrar reikistjörnur. Það þýðir aftur að hraði frumeinda og sameinda í lofthjúpnum er miklu meiri.

  2. Merkúríus er talsvert minni og léttari en aðrar reikistjörnur að Plútó undanskildum. Aðdráttarkraftur frá honum er því miklu minni, meðal annars á eindir lofthjúps ef hann væri fyrir hendi. Þær sleppa því frekar frá honum en öðrum reikistjörnum. Þetta sést af því að lausnarhraði frá yfirborði Merkúríusar er til dæmis miklu minni en frá jörðinni (4,3 m/ í stað 11,2 m/s). Nánar er fjallað um lausnarhraða í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?

Samandregið þýðir þetta að lofthjúpur sem hefði einhvern tímann myndast á Merkúríusi væri rokinn burt af því að reikistjarnan getur ekki haldið loftinu að sér. Sama skýring á við um tunglið.

Mynd: NASA's Planetary Photojournal Catalog Page

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

20.1.2001

Spyrjandi

Kristín Henný Moritz, f. 1987

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1285.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2001, 20. janúar). Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1285

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?
Þessu ræður tvennt:

  1. Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðrar reikistjörnur. Það þýðir aftur að hraði frumeinda og sameinda í lofthjúpnum er miklu meiri.

  2. Merkúríus er talsvert minni og léttari en aðrar reikistjörnur að Plútó undanskildum. Aðdráttarkraftur frá honum er því miklu minni, meðal annars á eindir lofthjúps ef hann væri fyrir hendi. Þær sleppa því frekar frá honum en öðrum reikistjörnum. Þetta sést af því að lausnarhraði frá yfirborði Merkúríusar er til dæmis miklu minni en frá jörðinni (4,3 m/ í stað 11,2 m/s). Nánar er fjallað um lausnarhraða í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?

Samandregið þýðir þetta að lofthjúpur sem hefði einhvern tímann myndast á Merkúríusi væri rokinn burt af því að reikistjarnan getur ekki haldið loftinu að sér. Sama skýring á við um tunglið.

Mynd: NASA's Planetary Photojournal Catalog Page...