- Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðrar reikistjörnur. Það þýðir aftur að hraði frumeinda og sameinda í lofthjúpnum er miklu meiri.
- Merkúríus er talsvert minni og léttari en aðrar reikistjörnur að Plútó undanskildum. Aðdráttarkraftur frá honum er því miklu minni, meðal annars á eindir lofthjúps ef hann væri fyrir hendi. Þær sleppa því frekar frá honum en öðrum reikistjörnum. Þetta sést af því að lausnarhraði frá yfirborði Merkúríusar er til dæmis miklu minni en frá jörðinni (4,3 m/ í stað 11,2 m/s). Nánar er fjallað um lausnarhraða í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?
Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?
Útgáfudagur
20.1.2001
Spyrjandi
Kristín Henný Moritz, f. 1987
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1285.
Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2001, 20. janúar). Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1285
Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1285>.