Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 610 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?

Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni. Bændur þurfa að gæta þess vel ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verkar heilinn?

Heilinn er afar flókið líffæri og það er ekki auðvelt að skrifa um það í stuttu máli hvernig hann starfar, fyrir utan það að margt við hann er enn á huldu. Ýmislegt um heilann er þó vel þekkt, til dæmis það að hjá flestum gegnir vinstri hluti heilans meira hlutverki en sá hægri við stjórnun hægri hlutar líkaman...

category-iconHugvísindi

Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?

Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...

category-iconHugvísindi

Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?

Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?

Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er popúlismi?

Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar er listmálarinn Jóhannes Kjarval grafinn?

Vefsíðan Gardur.is inniheldur upplýsingar um látna einstaklinga og legstað þeirra í íslenskum kirkjugörðum. Samkvæmt síðunni er Jóhannes Kjarval (1885-1972) grafinn í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu, nánar tiltekið í reitnum E-8-51. Á kortinu hér fyrir neðan sést staðsetning reitsins E-8, ofarlega til vinstri. ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?

Eva H. Önnudóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar snúa að kosningahegðun (kosningaþátttöku og hvaða flokka fólk kýs), viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengslum kjósenda og elítu. Rannsóknir Evu hafa bæði beinst að íslenskum stjór...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconVísindi almennt

Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi. LandHeildarfjöldi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða efni er EPO?

EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...

category-iconLögfræði

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Fleiri niðurstöður