Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?
Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi.
Land
Heildarfjöldi
Tilbúin til notkunar
Bandaríkin
12.070
7.450
Rússland
~22.500
6,240
Kína
~400
~140+
Frakkland
450
429
Bretland
260
160
Vopn í dálkinum Tilbúin til notkunar eru þau vopn sem hægt er að beita með stuttum fyrirvara, afgangurinn er annaðhvort í langtímageymslu eða bíður þess að vera tekinn úr umferð. Síðan 1997 hafa bæði Indland og Pakistan sprengt kjarnorkusprengjur og er talið að Indverjar eigi hráefni í allt að 100 sprengjur, en Pakistan í eitthvað færri. Vitað er að Ísraelar geta framleitt kjarnorkusprengjur en ekki er vitað hvort þar séu sprengjur sem tilbúnar eru til notkunar. Íran, Líbía og Norður-Kórea hafa einnig verið að reyna að þróa kjarnavopn undanfarin ár. Íranir og Norður-Kóreumenn eru líklega komnir lengst en Norður-Kórea hefur nýlega skrifað undir samning við Bandaríkin og Japan um að hætta þróuninni. Líbía á langt í land með að geta framleitt kjarnavopn, en heyrst hefur að stjórnvöld þar hafi reynt að kaupa tilbúnar sprengjur frá bæði Indlandi og Kína.
Suður-Afríka byrjaði að þróa kjarnavopn um 1975 og sprengdi eina sprengju 22. október 1979. Átti landið kjarnavopn til ársins 1991 er kjarnorkuáætlun þeirra var lögð niður og sprengjurnar eyðilagðar. Í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna, Úkraínu, Kasakstan og Hvíta Rússlandi, voru kjarnavopn í kalda stríðinu, en nú hafa allar sprengjur þeirra verið fluttar til Rússlands. Argentína, Brasilía, Írak, Suður-Kórea, Svíþjóð, Sviss, Taívan og Alsír hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna en eru hætt því í dag.
Heimildir og frekari upplýsingar:
Carey Sublette: "Nuclear Weapons Frequently Asked Questions"Coalition to Reduce Nuclear Dangers: "Nuclear Warheads: Past, Current and Projected Actual Levels"
Agni Ásgeirsson. „Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?“ Vísindavefurinn, 12. september 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=899.
Agni Ásgeirsson. (2000, 12. september). Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=899
Agni Ásgeirsson. „Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=899>.