Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni.

Bændur þurfa að gæta þess vel að þessi kyn blandist ekki því að þá gætu komið út kindur sem væru jafnlangar í báðar lappir, og náttúruvalið verkar gegn því. Á þessu er raunar ekki heldur nein veruleg hætta vegna þess að kindur af mismunandi stofnum snúa aldrei eins og æxlast því ekki.

Höfundur er prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og því engan veginn sérfróður um þessi efni þó að hann hafi að vísu farið sérstaka ferð til Færeyja til að rannsaka þetta mál. Svarið tekur mið af spurningunni og lesendur eru varaðir við því að taka það of bókstaflega.


Mynd: HB, Færeyjum

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.1.2001

Spyrjandi

Hörður Lárusson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1272.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 10. janúar). Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1272

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1272>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni.

Bændur þurfa að gæta þess vel að þessi kyn blandist ekki því að þá gætu komið út kindur sem væru jafnlangar í báðar lappir, og náttúruvalið verkar gegn því. Á þessu er raunar ekki heldur nein veruleg hætta vegna þess að kindur af mismunandi stofnum snúa aldrei eins og æxlast því ekki.

Höfundur er prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og því engan veginn sérfróður um þessi efni þó að hann hafi að vísu farið sérstaka ferð til Færeyja til að rannsaka þetta mál. Svarið tekur mið af spurningunni og lesendur eru varaðir við því að taka það of bókstaflega.


Mynd: HB, Færeyjum...