Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1029 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval?

Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist 15. október árið 1885 í Efri-Ey í Meðallandi í Skaftafellssýslu. Hann var sonur hjónanna Sveins Ingimundarsonar og Karitasar Þorsteinsdóttur Sverrissen. Fyrstu æviárin bjó hann í Efri-Ey en fjögurra ára gamall var hann sendur í fóstur til frændfólks síns í Geitavík í Borgarfirði...

category-iconLæknisfræði

Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að ebóla dreifist út fyrir Afríku, meira en einstök tilfelli, og þurfum við að hafa áhyggjur af því að sjúkdómurinn berist til Íslands? Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Vestur-Afríku hefur, þegar þetta er skrifað um miðjan október 2014, sýkt um 8600 manns ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru áhrif SO2 á mannslíkamann? Eru einhver langtímaáhrif þekkt? Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinstvíildis (sem líka kallast brennisteinsdíoxíð, SO2) þá breytist efnið á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nef...

category-iconHagfræði

Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...

category-iconLögfræði

Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?

Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?

Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna. Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið. Þegar skoðaðar eru tölu...

category-iconJarðvísindi

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir að kórónuveiran sé að veikjast sem hver étur upp eftir öðrum í fjölmiðlum? Eru einhverjar vísbendingar um að hún hafi stökkbreyst í þá átt að verða minna sýkingarhæf? Er kannski verið að tala um að með hlýnandi veðri er mögulega smitmagn minna? Á upplýsingafundi Alm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi eru hreindýrskálfar á spena?

Nýborinn hreindýrskálfur Meðganga hjá hreindýrakúm er að meðaltali 228 dagar. Þær bera einn kálf og er hann á spena í allt að hálft ár. Fengitími hreindýra er á haustin, yfirleitt í október, og kýrnar bera í seinni hluta maí og júní. Heimildir og mynd:V. Geist og L. Baskin. 1990. „Reindeer (genus Rangifer).“ ...

category-iconVísindavefur

Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?

Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin. Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar...

category-iconHugvísindi

Hver var Jóhanna af Örk?

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?

Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum. Brandugla er eina uglutegundin sem verpir hér á landi að staðaldri en snæugla er flækingsfugl hér en verpir þó stundum á Íslandi. Branduglur (Asio flammeus) eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

Fleiri niðurstöður