Snæuglur (Bubo scandiacus) eru nokkru stærri en branduglur, 53-66 cm og rúm tvö kg að þyngd. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn. Snæuglur eru ekki margar hér á landi og sjást um það bil tíu fuglar á ári. Eins og áður sagði verpa þær ekki að staðaldri á Íslandi en þegar það gerist þá er varpið um miðjan maí og eggin 1-5 talsins. Snæuglur lifa aðallega á rjúpum og öndum, en einnig vaðfuglum og músum. Þær geta orðið nokkuð gamlar miðað við fugla og ná stundum 10 ára aldri. Báðar þessar uglutegundir eru alfriðaðar á Íslandi. Hægt er að lesa meira um uglur í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:
- Hvar verpa uglur á Íslandi?
- Getið þið sýnt mér myndir af öllum uglutegundum á Íslandi og þeim sem hafa komið hingað?
- Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?
- Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?
- Á Íslandsvefnum:
- Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fuglavísir. Reykjavík, Iðunn
- Mynd: Aves.is © Jakob Sigurdsson
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.