Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?

Andrea María Sveinsdóttir, Hólmfríður Ísold Steinþórsdóttir og Þorbjörg Erna Mímisdóttir

Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum. Brandugla er eina uglutegundin sem verpir hér á landi að staðaldri en snæugla er flækingsfugl hér en verpir þó stundum á Íslandi.

Branduglur (Asio flammeus) eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200-500 fuglar yfir vetrartímann. Þær verpa á láglendi, aðallega í Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og Borgarfirði. Eggin eru 2-7 og stendur varpið frá miðjum maí og fram í miðjan júní. Mýs eru helsta fæða brandugla og þá aðallega hagamýs en einnig húsamýs. Litlir vað- og spörfuglar eru einnig mikilvæg fæða.



Brandugla (Asio flammeus).

Snæuglur (Bubo scandiacus) eru nokkru stærri en branduglur, 53-66 cm og rúm tvö kg að þyngd. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn. Snæuglur eru ekki margar hér á landi og sjást um það bil tíu fuglar á ári. Eins og áður sagði verpa þær ekki að staðaldri á Íslandi en þegar það gerist þá er varpið um miðjan maí og eggin 1-5 talsins. Snæuglur lifa aðallega á rjúpum og öndum, en einnig vaðfuglum og músum. Þær geta orðið nokkuð gamlar miðað við fugla og ná stundum 10 ára aldri.

Báðar þessar uglutegundir eru alfriðaðar á Íslandi.

Hægt er að lesa meira um uglur í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Heimildir og mynd:

  • Á Íslandsvefnum:

  • Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fuglavísir. Reykjavík, Iðunn
  • Mynd: Aves.is © Jakob Sigurdsson


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2009

Spyrjandi

Daníel Adam Pilkington, f. 1995

Tilvísun

Andrea María Sveinsdóttir, Hólmfríður Ísold Steinþórsdóttir og Þorbjörg Erna Mímisdóttir. „Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31342.

Andrea María Sveinsdóttir, Hólmfríður Ísold Steinþórsdóttir og Þorbjörg Erna Mímisdóttir. (2009, 15. júní). Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31342

Andrea María Sveinsdóttir, Hólmfríður Ísold Steinþórsdóttir og Þorbjörg Erna Mímisdóttir. „Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31342>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?
Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum. Brandugla er eina uglutegundin sem verpir hér á landi að staðaldri en snæugla er flækingsfugl hér en verpir þó stundum á Íslandi.

Branduglur (Asio flammeus) eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200-500 fuglar yfir vetrartímann. Þær verpa á láglendi, aðallega í Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og Borgarfirði. Eggin eru 2-7 og stendur varpið frá miðjum maí og fram í miðjan júní. Mýs eru helsta fæða brandugla og þá aðallega hagamýs en einnig húsamýs. Litlir vað- og spörfuglar eru einnig mikilvæg fæða.



Brandugla (Asio flammeus).

Snæuglur (Bubo scandiacus) eru nokkru stærri en branduglur, 53-66 cm og rúm tvö kg að þyngd. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn. Snæuglur eru ekki margar hér á landi og sjást um það bil tíu fuglar á ári. Eins og áður sagði verpa þær ekki að staðaldri á Íslandi en þegar það gerist þá er varpið um miðjan maí og eggin 1-5 talsins. Snæuglur lifa aðallega á rjúpum og öndum, en einnig vaðfuglum og músum. Þær geta orðið nokkuð gamlar miðað við fugla og ná stundum 10 ára aldri.

Báðar þessar uglutegundir eru alfriðaðar á Íslandi.

Hægt er að lesa meira um uglur í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Heimildir og mynd:

  • Á Íslandsvefnum:

  • Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fuglavísir. Reykjavík, Iðunn
  • Mynd: Aves.is © Jakob Sigurdsson


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....