Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?
Ómögulegt er að segja hversu margar tegundir og gerðir eru til af gítar, en hér verða taldar upp nokkrar og munurinn útskýrður. Gítarinn hefur þróast í 2500 ár. Í Grikklandi til forna var til hljóðfæri sem hét kithara og svipaði að vissu leyti til nútímagítars. Það hafði strengi sem voru festir í ramma ...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...
Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er? Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna an...
Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...
Hvað er axlarklemma?
Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...
Hver er þessi frú í Hamborg og af hverju er hún að gefa okkur peninga?
Rannsóknarnefndin sem var skipuð af yfirstjórn Vísindavefsins fyrir skömmu og fjallað er um í svari við spurningunni Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? hefur hvorki setið auðum höndum né kyrrum fótum. Fyrstu niðurstöður hennar verða birtar innan tíðar, líklega í þremur stórum tíðabindum. Bakarasveitinni varð ...
Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...
Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?
Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...
Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?
Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...
Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?
Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast. Ef við erum lengi í heitu eða köldu baði skolast sebumolían af. Þá er yfirborð húðarinnar ekki lengu...
Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?
Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum. Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við ...
Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?
Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...
Af hverju er vont að bíta í álpappír ef maður er með silfurfyllingar í tönnum?
Þegar fólk hefur silfurfyllingar í munni og bítur í álpappír myndast rafstraumur sem kallast galvanismi. Galvanismi myndast í þessu tilfelli vegna snertingar ólíkra málma (ál og silfur). Málmar leiða vel rafstraum sem hefur áhrif á kviku (taugar) tanna og veldur sársauka (galvanic shock). Þessi sársauki er ...
Hvað er aðjúnkt?
Orðið aðjúnkt var notað um aðstoðarkennara en er nú einkum notað í háskólakennslu um fastráðinn stundakennara. Það er fengið að láni úr dönsku, adjunkt, en upphaflegar rætur liggja í latínu. Sögnin adjungere merkir í latínu 'tengja saman, tengja við'. Lýsingarháttur þátíðar er adjunctus 'tengdur við' sem getur ...
Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?
Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn...