Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er aðjúnkt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið aðjúnkt var notað um aðstoðarkennara en er nú einkum notað í háskólakennslu um fastráðinn stundakennara. Það er fengið að láni úr dönsku, adjunkt, en upphaflegar rætur liggja í latínu.

Sögnin adjungere merkir í latínu 'tengja saman, tengja við'. Lýsingarháttur þátíðar er adjunctus 'tengdur við' sem getur í latínu staðið sem nafnorð.

Orðið aðjúnkt var notað um aðstoðarkennara en er nú einkum notað í háskólakennslu um fastráðinn stundakennara. Á myndinni er aðalbygging Háskóla Íslands.

Orðið dósent er myndað á svipaðan hátt. Í latínu merkir sögnin docere 'kenna'. Lýsingarháttur nútiðar docens 'kennandi' er í eignarfalli docentis og af því sést að -t- kemur fram í aukaföllum. Dósent er því eiginlega 'sá sem er kennandi' og aðjúnkt 'sá sem er tengdur við (venjulega háskóla)'.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.5.2004

Síðast uppfært

11.7.2018

Spyrjandi

Rut Þórarinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er aðjúnkt?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4302.

Guðrún Kvaran. (2004, 28. maí). Hvað er aðjúnkt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4302

Guðrún Kvaran. „Hvað er aðjúnkt?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er aðjúnkt?
Orðið aðjúnkt var notað um aðstoðarkennara en er nú einkum notað í háskólakennslu um fastráðinn stundakennara. Það er fengið að láni úr dönsku, adjunkt, en upphaflegar rætur liggja í latínu.

Sögnin adjungere merkir í latínu 'tengja saman, tengja við'. Lýsingarháttur þátíðar er adjunctus 'tengdur við' sem getur í latínu staðið sem nafnorð.

Orðið aðjúnkt var notað um aðstoðarkennara en er nú einkum notað í háskólakennslu um fastráðinn stundakennara. Á myndinni er aðalbygging Háskóla Íslands.

Orðið dósent er myndað á svipaðan hátt. Í latínu merkir sögnin docere 'kenna'. Lýsingarháttur nútiðar docens 'kennandi' er í eignarfalli docentis og af því sést að -t- kemur fram í aukaföllum. Dósent er því eiginlega 'sá sem er kennandi' og aðjúnkt 'sá sem er tengdur við (venjulega háskóla)'.

Mynd:...