Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?

JGÞ

Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum.

Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við efri góminn í munninum, nema taugaendar sem þar eru kuldann og senda sársaukaboð til heilans. Heilinn sendir þá boð til ennis og annarra staða í höfuðkúpu um að víkka út slagæðar sem liggja á þessum svæðum. Við víkkun æðanna eykst skyndilega blóðstreymið um þær og veldur það verk í enninu og efri hluta höfuðs, en ekki í gómnum þar sem kuldans varð vart.



Þessar eldri konur hafa líklega komist að því á langri lífsleið að hægt er að komast hjá "íshöfuðverk" með því að sleikja ísinn en láta hann ekki snerta efri góminn.

Gott ráð til þess að losna fyrr við þennan íshausverk er að þrýsta tungunni upp í góminn. Tungan hitar þá gómsvæðið sem veldur því að æðar í höfðinu dragast aftur saman og verkurinn hverfur.

Þetta svar byggir á svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna fær maður heilakul þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt?

Mynd: BBC News. Sótt 15. 8. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

22.8.2008

Spyrjandi

Heimir Örn

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48636.

JGÞ. (2008, 22. ágúst). Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48636

JGÞ. „Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48636>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?
Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum.

Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við efri góminn í munninum, nema taugaendar sem þar eru kuldann og senda sársaukaboð til heilans. Heilinn sendir þá boð til ennis og annarra staða í höfuðkúpu um að víkka út slagæðar sem liggja á þessum svæðum. Við víkkun æðanna eykst skyndilega blóðstreymið um þær og veldur það verk í enninu og efri hluta höfuðs, en ekki í gómnum þar sem kuldans varð vart.



Þessar eldri konur hafa líklega komist að því á langri lífsleið að hægt er að komast hjá "íshöfuðverk" með því að sleikja ísinn en láta hann ekki snerta efri góminn.

Gott ráð til þess að losna fyrr við þennan íshausverk er að þrýsta tungunni upp í góminn. Tungan hitar þá gómsvæðið sem veldur því að æðar í höfðinu dragast aftur saman og verkurinn hverfur.

Þetta svar byggir á svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna fær maður heilakul þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt?

Mynd: BBC News. Sótt 15. 8. 2008....