Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 369 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?

Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?

Kvef er veirusjúkdómur sem berst á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef. Vitað er um meira en 200 veirur sem geta valdið kvefi. Ekki hafa enn komið fram lyf sem geta læknað kvef og ekki er fyr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju draga dökk föt að sér hita?

Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bessi sem Bessastaðir á Álftanesi heita eftir?

Ekki er vitað með vissu hver sá Bessi (Bersi) var sem Bessastaðir á Álftanesi eru kenndir við. Dönsk fræðikona, Jenny Jochens, telur að Snorri Sturluson hafi nefnt staðinn eftir Bersa Vermundarsyni hinum auðga á Borg, tengdaföður sínum (d. 1202) (Jenny Jochens, 85-86). Danska fræðikonan Jenny Jochens telur að S...

category-iconHugvísindi

Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?

Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?

Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi. Yfirlitsrit um sögu stærðf...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?

Þessi hugtök eru ekki mjög nákvæmlega afmörkuð en á þeim er þó ákveðinn munur. Þegar herlögum er beitt tekur herlið viðkomandi þjóðar að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stjórnvalda og fær mikil völd í hendur. Herlögum er yfirleitt beitt í tengslum við átök, hvort sem er innanlands eða við aðrar þj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?

Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...

category-iconJarðvísindi

Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?

Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga se...

category-iconLífvísindi: almennt

Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þet...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar konungasaga er Fagurskinna?

Um konungasögur er fjallað nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og lesendum er bent á að kynna sér það svar einnig. Konungasagnaritið Fagurskinna er litlu yngra en Morkinskinna en öfugt við Morkinskin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands?

Á Vísindavefnum er til ýtarlegt svar við spurningunni Hverjar eru helstu ástæður landnáms? Þar fjallar Orri Vésteinsson almennt um það af hverju fólk nemur land. Í svarinu er gerður gagnlegur greinarmunur á þeim sem fá hugmyndina og skipuleggja landnám og þeim sem framkvæma það, það er flytja til hins nýja lands. ...

category-iconHugvísindi

Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?

Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Anton...

category-iconHeimspeki

Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?

Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...

category-iconFélagsvísindi

Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?

Í stuttu máli hefur útrunnið ökuskírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en viðkomandi þarf þó að greiða sekt fyrir að aka án gilds ökuskírteinis. Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og ger...

Fleiri niðurstöður