Mjög erfitt er að festa hendur á hvað því fólki gekk til og hvort það var fólk sem kom hingað út á eigin forsendum – eins og höfundar Landnámabókar ímynduðu sér – eða hvort það var gert út af einhverjum skipuleggjendum. Líklegt er að slíkar tilraunir hafi að minnsta kosti þurft bakhjarla, einhverja sem lögðu til skip og búnað og studdu við fyrirtækið til dæmis með því að safna þátttakendum í leiðangurinn. Vel er hugsanlegt að þeir þátttakendur hafi ekki allir farið sjálfviljugir – að sumir hafi verið þrælar og aðrir hafi verið skuldbundið fólk sem hafði ekki raunverulegt val. Bakhjarlarnir hafa séð sér hag – líklega fremur pólitískan en fjárhagslegan – í því að stofna til landnáms. Það hefur getað styrkt stöðu þeirra í valdabaráttu þar sem þeir voru – hvort sem það var í Skandinavíu eða byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum. [...] Með slíkum rökum má reyna að skýra ástæður þeirra sem lögðu til tæki, búnað og mannafla, og með sama hætti má leggja til að þeir landnemar sem komu til Íslands af sjálfsdáðum hafi verið fólk sem taldi sig ekki njóta sama ávinnings af uppgangi víkingaaldar og aðrir.Við hvetjum lesendur sem vilja fræðast meira um efnið að kynna sér svar Orra í heild sinni. Mynd:
- Settlement of Iceland - Wikipedia. (Sótt 26.02.2021).