Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 147 svör fundust
Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...
Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?
Hér er einnig svarað spurningu Hildar Katrínar:Hvernig er hægt að minnka losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið? Mannkynið verður að minnka brennslu kola, olíu og bensíns, sem eykur styrk gróðurhúsalofttegunda. Í þess stað þarf að nýta vatnsorku og jarðhita, og framleiða rafmagn með vindmyllum, sjávarföll...
Hvað er hantaveira?
Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...
Hvenær verða tré að skógi?
Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...
Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?
Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...
Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...
Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?
Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...
Af hverju var Snæfellsjökull gerður að þjóðgarði?
Þjóðgarðar eru stofnaðir skv. 51 gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Þeir eru á landsvæði sem ástæða þykir til að vernda sérstaklega vegna sérstæðs landslags eða lífríkis eða að á því hvíli söguleg helgi. Jafnframt er almenningi heimilt að fara um þjóðgarðinn eftir tilteknum reglum. Markmiðið með því að stof...
Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið? Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi h...
Hvernig var heimsmynd Fornegypta?
Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...
Hversu mikið kolefni bindur lúpína á hvern fermetra á ári?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hversu mikil er kolefnisbinding með sáningu lúpínu? Hversu mikið CO2 og NO2 bindur lúpína á hektara? Hefur útbreiðsla lúpínunnar á Íslandi aukið kolefnisbindingu landsins? Vaxtarskilyrði fyrir alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) eru misjöfn hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?
Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...
Hvar og hvernig voru grísku guðirnir dýrkaðir til forna?
Spurninguna um hvar grísku guðirnir voru dýrkaðir má skilja á ýmsa vegu. Eitt svarið er að grísku guðirnir voru dýrkaðir í Grikklandi hinu forna. Það liggur eflaust í augum uppi en þó má segja að þeir hafi líka verið dýrkaðir utan Grikklands. Í fyrsta lagi kom fyrir að aðrar þjóðir tækju upp dýrkun grísku guðanna....
Hvaða bergtegundir finnast í Viðey og hvað getur jarðfræðin sagt um okkur um sögu eyjunnar?
Viðey hefur verið sögustaður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þar var klaustur reist á 13. öld og eyjan kom mikið við sögu á tímum siðaskiptanna. Rétt upp af núverandi bátalægi standa einar elstu byggingar landsins, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, byggðar upp úr miðri átjándu öld. Austast á eyjunni byggðist upp lítið ...