Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?
Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...
Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?
Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...
Fæðast börn með fæðingarbletti?
Já, sum börn fæðast með fæðingarbletti. Til eru tvær gerðir af fæðingarblettum, bæði stórir fæðingarblettir sem myndast annað hvort strax og barnið kemur í ljós eða áður en það fæðist, og svo litlir fæðingarblettir sem myndast nokkrum dögum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að barnið fæðist. Sum börn fá bara litla þ...
Fæðast sniglar með skel?
Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...
Eru hvalir með hár?
Feldur spendýra hefur það meginhlutverk að halda á þeim hita. Ef feldurinn blotnar dregur mikið úr einangrunargildi hans. Þróunin hjá sjávarspendýrum hefur því orðið sú að í stað líkamshára hafa þau þykkt fitulag sem er mun betri varmaeinangrun í sjónum. Hvalir eru þó ekki með öllu hárlausir. Í móðurkviði eru ...
Eru hnísur með veiðihár?
Veiðihár eru sérhæfð hár sem dýr nota til skynjunar. Þau gagnast meðal annars við fæðuöflun og til þess að rata í myrkri. Veiðihár eru yfirleitt nærri gini dýrsins og umhverfis nefið en geta einnig verið á öðrum stöðum. Veiðihár finnast víða innan ættbálks rándýra svo sem meðal dýra af katta- og hundaætt. Mörg ...
Eru mörgæsir með hné?
Þegar horft er á standandi mörgæsir sjást stuttir og kubbslegir fætur en engin hné. Engu að síður hafa mörgæsir hné. Lærleggur (femur) mörgæsa er hlutfallslega stuttur miðað við legginn og fjaðrahamurinn hylur hann þannig að það sést bara í legginn. Þess vegna virðast þær líka vera hnjálausar. Á þessari rön...
Eru fiskar með tungu?
Já, allir bein- og brjóskfiskar hafa eitthvað sem gæti kallast tunga. Rétt er þó að taka fram að þessi tunga er ólíkt tungum annarra hryggdýra. Dýrafræðingar nefna þetta einkennilega líffæri ekki tungu, heldur notast við fræðiheitið basihyal. Líkt og á við um tungu landhryggdýra er basihyal með sinafestingu aftarl...
Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...
Voru víkingarnir með tölukerfi?
Spurning Veigars hljóðaði svona: Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það? Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níund...
Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?
Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitning...
Hvers vegna segja menn suður þegar farið er til Reykjavíkur, þó menn búi í raun fyrir sunnan Reykjavík?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna segja menn suður þegar er farið til Reykjavíkur, þó þau búi í raun og veru sunnar en Reykjavík? Ég hef heyrt Suðurnesjamenn, Gaflara og Selfyssinga segjast „ætla suður“ til Reykjavíkur þó þessi bæjarstæði liggja öll landfræðilega sunnar en Reykjavík. Áttatáknanir ...
Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?
Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um...
Er auðveldara að læra stærðfræði með venjulegri aðferð en með Trachtenberg-aðferðinni?
Þessari spurningu er erfitt að svara afdráttarlaust. Áhangendur Trachtenberg-kerfisins halda því fram að þeirra kerfi sé einfaldara og auðlærðara. Máli sínu til stuðnings nefna þeir sögur af því hvernig Trachtenberg-kerfið hefur bylt árangri krakka sem hafa ekki haft neinn áhuga á reikningi. Ekki er þó víst að þet...
Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?
Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þj...