Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna segja menn suður þegar farið er til Reykjavíkur, þó menn búi í raun fyrir sunnan Reykjavík?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna segja menn suður þegar er farið til Reykjavíkur, þó þau búi í raun og veru sunnar en Reykjavík?

Ég hef heyrt Suðurnesjamenn, Gaflara og Selfyssinga segjast „ætla suður“ til Reykjavíkur þó þessi bæjarstæði liggja öll landfræðilega sunnar en Reykjavík.

Áttatáknanir með staðarheitum eru mjög á reiki og hef ég ekki trekist á neina samantekt um þær. Vinkona mín búsett í Hafnarfirði um áratuga skeið og gift „Gaflara“ sendi mér þetta: „Maður segir oftast fara/skreppa/skjótast í Reykjavík o.s.frv. en líka leiðin til Reykjavíkur o.s.frv. Aldrei „suður til Reykjavíkur“ og sjaldan (helst ekki) „inn í Reykjavík“.

Íbúi í Garðinum sagði mér að þar væri sagt „fara inn eftir“ þegar átt væri við að fara til Reykjavíkur eða „inn til Reykjavíkur“. Ættingjar mínir á Akranesi ætluðu fyrir áratugum „suður“ þegar fara átti til Reykjavíkur, til dæmis „Ég þarf að fara suður á morgun“ og fór þá ekki milli mála hvert þeir ætluðu. Hvergerðingur til margra ára sagðist hafa heyrt eldra fólk tala um að „fara suður til Reykjavíkur“ en það heyrðist ekki lengur. Góð dæmi væru vel þegin.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.12.2024

Spyrjandi

Jakob H. P. Burgel Ingvarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna segja menn suður þegar farið er til Reykjavíkur, þó menn búi í raun fyrir sunnan Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2024, sótt 21. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87006.

Guðrún Kvaran. (2024, 6. desember). Hvers vegna segja menn suður þegar farið er til Reykjavíkur, þó menn búi í raun fyrir sunnan Reykjavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87006

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna segja menn suður þegar farið er til Reykjavíkur, þó menn búi í raun fyrir sunnan Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2024. Vefsíða. 21. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87006>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna segja menn suður þegar farið er til Reykjavíkur, þó menn búi í raun fyrir sunnan Reykjavík?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvers vegna segja menn suður þegar er farið til Reykjavíkur, þó þau búi í raun og veru sunnar en Reykjavík?

Ég hef heyrt Suðurnesjamenn, Gaflara og Selfyssinga segjast „ætla suður“ til Reykjavíkur þó þessi bæjarstæði liggja öll landfræðilega sunnar en Reykjavík.

Áttatáknanir með staðarheitum eru mjög á reiki og hef ég ekki trekist á neina samantekt um þær. Vinkona mín búsett í Hafnarfirði um áratuga skeið og gift „Gaflara“ sendi mér þetta: „Maður segir oftast fara/skreppa/skjótast í Reykjavík o.s.frv. en líka leiðin til Reykjavíkur o.s.frv. Aldrei „suður til Reykjavíkur“ og sjaldan (helst ekki) „inn í Reykjavík“.

Íbúi í Garðinum sagði mér að þar væri sagt „fara inn eftir“ þegar átt væri við að fara til Reykjavíkur eða „inn til Reykjavíkur“. Ættingjar mínir á Akranesi ætluðu fyrir áratugum „suður“ þegar fara átti til Reykjavíkur, til dæmis „Ég þarf að fara suður á morgun“ og fór þá ekki milli mála hvert þeir ætluðu. Hvergerðingur til margra ára sagðist hafa heyrt eldra fólk tala um að „fara suður til Reykjavíkur“ en það heyrðist ekki lengur. Góð dæmi væru vel þegin.

Mynd:...