Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru fiskar með tungu?

Jón Már Halldórsson

Já, allir bein- og brjóskfiskar hafa eitthvað sem gæti kallast tunga. Rétt er þó að taka fram að þessi tunga er ólíkt tungum annarra hryggdýra. Dýrafræðingar nefna þetta einkennilega líffæri ekki tungu, heldur notast við fræðiheitið basihyal. Líkt og á við um tungu landhryggdýra er basihyal með sinafestingu aftarlega á neðra borði skoltsins en þar má segja að samlíkingu við tungu landhryggdýranna ljúki. Tunga landhryggdýra er hlutfallslega mun stærri, hún er einungis gerð úr mjúkum vef og er því ákaflega liðug og notadrjúg. Basihyal fiskanna er hins vegar smátt líffæri og að mestu brjóskkennt.


Hauskúpa þorsks. Það sem merkt er inn á myndina sem b er basihyal þorksins.

Hjá langflestum hákörlum er notagildi basihyals næstum ekkert. Þeir geta lítið hreyft þetta einkennilega líffæri auk þess sem það er afar smátt í sniðum. Þó eru örfáar undantekningar, meðal annars hjá tegundum innan ættkvíslarinnar Ististius sem kallast á ensku 'cookie cutter sharks'. Þessir hákarlar eru smáir en hafa hlutfallslega mun lengri "tungu" en aðrir brjóskfiskar. Þeir afla sér fæðu með því að hanga á hvölum, öðrum hákörlum eða uppsjávarfiskum og sjúga holdið úr þeim, eða eins og Bandaríkjamenn kalla þetta, afla sér “flesh cookies”. Tungan gegnir þar lykilhlutverki í að framkalla undirþrýsting eða sogkraft sem gerir þeim kleift að opna hold stóravaxinna bráðar sinnar og næla sér þannig í næringu.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.2.2010

Spyrjandi

Arnbjörg Helga Björgvinsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru fiskar með tungu?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55287.

Jón Már Halldórsson. (2010, 15. febrúar). Eru fiskar með tungu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55287

Jón Már Halldórsson. „Eru fiskar með tungu?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55287>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru fiskar með tungu?
Já, allir bein- og brjóskfiskar hafa eitthvað sem gæti kallast tunga. Rétt er þó að taka fram að þessi tunga er ólíkt tungum annarra hryggdýra. Dýrafræðingar nefna þetta einkennilega líffæri ekki tungu, heldur notast við fræðiheitið basihyal. Líkt og á við um tungu landhryggdýra er basihyal með sinafestingu aftarlega á neðra borði skoltsins en þar má segja að samlíkingu við tungu landhryggdýranna ljúki. Tunga landhryggdýra er hlutfallslega mun stærri, hún er einungis gerð úr mjúkum vef og er því ákaflega liðug og notadrjúg. Basihyal fiskanna er hins vegar smátt líffæri og að mestu brjóskkennt.


Hauskúpa þorsks. Það sem merkt er inn á myndina sem b er basihyal þorksins.

Hjá langflestum hákörlum er notagildi basihyals næstum ekkert. Þeir geta lítið hreyft þetta einkennilega líffæri auk þess sem það er afar smátt í sniðum. Þó eru örfáar undantekningar, meðal annars hjá tegundum innan ættkvíslarinnar Ististius sem kallast á ensku 'cookie cutter sharks'. Þessir hákarlar eru smáir en hafa hlutfallslega mun lengri "tungu" en aðrir brjóskfiskar. Þeir afla sér fæðu með því að hanga á hvölum, öðrum hákörlum eða uppsjávarfiskum og sjúga holdið úr þeim, eða eins og Bandaríkjamenn kalla þetta, afla sér “flesh cookies”. Tungan gegnir þar lykilhlutverki í að framkalla undirþrýsting eða sogkraft sem gerir þeim kleift að opna hold stóravaxinna bráðar sinnar og næla sér þannig í næringu.

Mynd:...