Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitninga og gerð er önnur en sú venjulega. Má þar nefna Klinefelter- og Turner- heilkennin sem dæmi.

Y-litningurinn er mjög lítill og á honum eru fá gen. Þau gen sem fundist hafa á Y-litningnum stýra öll ákveðnum svipgerðareinkennum hjá körlum, sérstaklega frjósemi. Helsta karlgenið á Y-litningi er svokallað SRY-gen, en það karlgerir fóstrið. Mjög sjaldgæft frávik er þekkt þar sem þetta gen vantar í annars eðlilegan einstakling með arfgerðina XY, og verður hann þá kvenkyns. Sömuleiðis eru þekktir XX einstaklingar sem hafa erft frá föður sínum bút af Y-litningi sem inniheldur SRY-gen og verða þeir þá karlkyns. Þetta sýnir hversu áhrifamikið þetta gen er í ákvörðun kyns. Einnig sýnir þetta að kynákvörðun getur verið mjög flókin, en nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að vera tvíkynja?



Stúlkur erfa X-litning bæði frá móður og föður, en drengir erfa X-litning frá móður og Y-litning frá föður.

Ýmsir aðrir erfðagallar eru þekktir á Y-litningi, til dæmis í svokölluðu AZF-geni sem tengist myndun sáðfrumna og þar með frjósemi. Þekktar eru bæði yfirfærslur og úrfellingar í því og jafnvel að það vanti algjörlega. Það fer eftir eðli gallans hversu alvarleg ófrjósemin er. Stundum vantar sáðfrumur alveg en í öðrum tilvikum eru þær færri en eðlilegt er. Ekkert annað einkenni virðist fylgja göllum í þessu geni og eru karlmenn sem bera þá eðlilegir að öðru leyti, nema ef vera skyldi að sumir þeirra hafa lítil eistu. Ófrjósemi karla getur stafað af ýmsum orsökum og eru gallar á Y-litningi aðeins ein þeirra. Þessi gerð af ófrjósemi erfist hins vegar ekki.

X-litningurinn er með stærstu litningum í frumum okkar. Gen þar hafa ekki öll með þroskun kveneinkenna og frjósemi að gera, heldur eru áhrifin mjög margvísleg. Sem dæmi má nefna er þar að finna gen sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega litsjón, blóðstorknun, vöðvaþroskun og ónæmissvörun. Þekktir eru margir kvillar og sjúkdómar sem tengjast göllum á X-litningi. Sumir eru ríkjandi, eins og Duchenne-vöðvarýrnunarheilkenni, en aðrir eru víkjandi, svo sem rauðgræn litblinda og dreyrasýki. X-tengdir eiginleikar hafa mjög sérstakt arfmynstur. Sé eiginleikinn ríkjandi erfist hann frá föður á þann hátt að allar dætur hans erfa eiginleikann en enginn sonur. Sé kona með eiginleikann ríkjandi erfist hann til allra barna hennar ef hún er arfhrein um hann en líkur eru 50% ef hún er arfblendin.

Víkjandi X-tengdur eiginleiki kemur fram í svipgerð allra karlmanna, en eingöngu í þeim konum sem hafa erft hann frá báðum foreldrum sínum. Kona sem erfir eiginleikann aðeins frá öðru foreldri sínu er arfberi og börn hennar geta erft eiginleikann, en sjálf sýnir hún ekki svipgerð hans.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um erfðagalla sem tengjast kynlitningum, til dæmis:

Einnig eru fjölmörg svör um erfðagalla sem tengjast öðrum litningum en kynlitningum og má finna þau með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð neðst í svarinu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.6.2006

Spyrjandi

Ingunn Hilmarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6018.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 16. júní). Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6018

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?
Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitninga og gerð er önnur en sú venjulega. Má þar nefna Klinefelter- og Turner- heilkennin sem dæmi.

Y-litningurinn er mjög lítill og á honum eru fá gen. Þau gen sem fundist hafa á Y-litningnum stýra öll ákveðnum svipgerðareinkennum hjá körlum, sérstaklega frjósemi. Helsta karlgenið á Y-litningi er svokallað SRY-gen, en það karlgerir fóstrið. Mjög sjaldgæft frávik er þekkt þar sem þetta gen vantar í annars eðlilegan einstakling með arfgerðina XY, og verður hann þá kvenkyns. Sömuleiðis eru þekktir XX einstaklingar sem hafa erft frá föður sínum bút af Y-litningi sem inniheldur SRY-gen og verða þeir þá karlkyns. Þetta sýnir hversu áhrifamikið þetta gen er í ákvörðun kyns. Einnig sýnir þetta að kynákvörðun getur verið mjög flókin, en nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að vera tvíkynja?



Stúlkur erfa X-litning bæði frá móður og föður, en drengir erfa X-litning frá móður og Y-litning frá föður.

Ýmsir aðrir erfðagallar eru þekktir á Y-litningi, til dæmis í svokölluðu AZF-geni sem tengist myndun sáðfrumna og þar með frjósemi. Þekktar eru bæði yfirfærslur og úrfellingar í því og jafnvel að það vanti algjörlega. Það fer eftir eðli gallans hversu alvarleg ófrjósemin er. Stundum vantar sáðfrumur alveg en í öðrum tilvikum eru þær færri en eðlilegt er. Ekkert annað einkenni virðist fylgja göllum í þessu geni og eru karlmenn sem bera þá eðlilegir að öðru leyti, nema ef vera skyldi að sumir þeirra hafa lítil eistu. Ófrjósemi karla getur stafað af ýmsum orsökum og eru gallar á Y-litningi aðeins ein þeirra. Þessi gerð af ófrjósemi erfist hins vegar ekki.

X-litningurinn er með stærstu litningum í frumum okkar. Gen þar hafa ekki öll með þroskun kveneinkenna og frjósemi að gera, heldur eru áhrifin mjög margvísleg. Sem dæmi má nefna er þar að finna gen sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega litsjón, blóðstorknun, vöðvaþroskun og ónæmissvörun. Þekktir eru margir kvillar og sjúkdómar sem tengjast göllum á X-litningi. Sumir eru ríkjandi, eins og Duchenne-vöðvarýrnunarheilkenni, en aðrir eru víkjandi, svo sem rauðgræn litblinda og dreyrasýki. X-tengdir eiginleikar hafa mjög sérstakt arfmynstur. Sé eiginleikinn ríkjandi erfist hann frá föður á þann hátt að allar dætur hans erfa eiginleikann en enginn sonur. Sé kona með eiginleikann ríkjandi erfist hann til allra barna hennar ef hún er arfhrein um hann en líkur eru 50% ef hún er arfblendin.

Víkjandi X-tengdur eiginleiki kemur fram í svipgerð allra karlmanna, en eingöngu í þeim konum sem hafa erft hann frá báðum foreldrum sínum. Kona sem erfir eiginleikann aðeins frá öðru foreldri sínu er arfberi og börn hennar geta erft eiginleikann, en sjálf sýnir hún ekki svipgerð hans.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um erfðagalla sem tengjast kynlitningum, til dæmis:

Einnig eru fjölmörg svör um erfðagalla sem tengjast öðrum litningum en kynlitningum og má finna þau með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð neðst í svarinu.

Heimildir og mynd:...