Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er genasamsæta?

Guðmundur Eggertsson

Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings.

Af 46 litningum mannsfrumu eru tveir kynlitningar, tveir svonefndir X-litningar í frumum kvenna en einn X-litningur og einn Y-litningur í frumum karla. X- og Y-litningar eru býsna ólíkir og hefur X-litningurinn mun fleiri virk gen en Y-litningurinn. Þessir litningar samsvara þó hvor öðrum að litlum hluta til. Í frumum kvenna eru því 23 fullgild litningapör en í frumum karla 22 fullgild pör og næsta ósamstætt XY-par að auki. Gen sem eru sérstök fyrir X-litninginn eru því í einu eintaki í frumum karla en í tveimur eintökum í frumum kvenna, en gen sem tilheyra Y-litningnum eru karlbundin.

Litningar í litningapari eru kallaðir samstæðir litningar, enda hafa þeir sömu gen í sömu röð. Hins vegar er talsvert um breytileika í genum þannig að tvö eða fleiri afbrigði sama gens geta komið fyrir í sama stofni lífvera. Þetta er vegna stökkbreytinga sem sumar eru hlutlausar, aðrar skaðlegar og enn aðrar jafnvel gagnlegar. Ólík afbrigði af sama geni eru kölluð genasamsætur (alleles). Lífvera sem hefur tvær samsætur af ákveðnu geni, hvora á sínum litningi, er sögð vera arfblendin um genið en séu bæði eintökin eins er hún arfhrein um það.

Skaðlegar genasamsætur eru oft víkjandi þannig að áhrif þeirra á svipfar einstaklings koma ekki fram ef heilt eintak af geninu er á hinum litningnum. Áhrif víkjandi gensins koma hins vegar fram af fullum þunga þegar lífveran er arfhrein um það. Fjölmörg dæmi um þetta eru þekkt hjá manninum.

Sjá einnig svör við spurningunni Hvað eru ríkjandi gen og víkjandi gen?

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.11.2001

Spyrjandi

Sigríður Andrésdóttir, f. 1986

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvað er genasamsæta?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1954.

Guðmundur Eggertsson. (2001, 15. nóvember). Hvað er genasamsæta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1954

Guðmundur Eggertsson. „Hvað er genasamsæta?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er genasamsæta?
Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings.

Af 46 litningum mannsfrumu eru tveir kynlitningar, tveir svonefndir X-litningar í frumum kvenna en einn X-litningur og einn Y-litningur í frumum karla. X- og Y-litningar eru býsna ólíkir og hefur X-litningurinn mun fleiri virk gen en Y-litningurinn. Þessir litningar samsvara þó hvor öðrum að litlum hluta til. Í frumum kvenna eru því 23 fullgild litningapör en í frumum karla 22 fullgild pör og næsta ósamstætt XY-par að auki. Gen sem eru sérstök fyrir X-litninginn eru því í einu eintaki í frumum karla en í tveimur eintökum í frumum kvenna, en gen sem tilheyra Y-litningnum eru karlbundin.

Litningar í litningapari eru kallaðir samstæðir litningar, enda hafa þeir sömu gen í sömu röð. Hins vegar er talsvert um breytileika í genum þannig að tvö eða fleiri afbrigði sama gens geta komið fyrir í sama stofni lífvera. Þetta er vegna stökkbreytinga sem sumar eru hlutlausar, aðrar skaðlegar og enn aðrar jafnvel gagnlegar. Ólík afbrigði af sama geni eru kölluð genasamsætur (alleles). Lífvera sem hefur tvær samsætur af ákveðnu geni, hvora á sínum litningi, er sögð vera arfblendin um genið en séu bæði eintökin eins er hún arfhrein um það.

Skaðlegar genasamsætur eru oft víkjandi þannig að áhrif þeirra á svipfar einstaklings koma ekki fram ef heilt eintak af geninu er á hinum litningnum. Áhrif víkjandi gensins koma hins vegar fram af fullum þunga þegar lífveran er arfhrein um það. Fjölmörg dæmi um þetta eru þekkt hjá manninum.

Sjá einnig svör við spurningunni Hvað eru ríkjandi gen og víkjandi gen?...