Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?

Jónína Guðjónsdóttir

Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin sem notuð er við öryggisskimunina byggir á því að nema geislun sem kemur til baka frá hlut sem geislað er á með röntgengeisla (e. backscatter). Röntgengeislinn er því ekki sendur í gegnum manneskjuna eins og við sjúkdómsgreiningu.

Engu að síður verður líkaminn fyrir jónandi geislun við svona öryggisskimun, en hún er hins vegar hverfandi lítil. Mönnum ber saman um að hættan sem fylgir öryggisskimun með röntgengeislun (eins og til dæmis auknar líkur á krabbameini) sé svo lítil að líta megi fram hjá henni. Aftur á móti hafa sumir áhyggjur af samanlögðum áhrifum vegna þess að notkunin er orðin mikil og bent hefur verið á að í Bandaríkjunum eingöngu stefni í milljarð myndatökur á ári.

Við öryggisskimun á flugvöllum er röntgengeisli ekki sendur í gegnum manneskjuna eins og við sjúkdómsgreiningu. Tæknin sem notuð er byggir á því að nema geislun sem kemur til baka frá hlut sem geislað er á með röntgengeisla.

Ein öryggisskimun með röntgengeislun veldur um 1µSv geislaálagi og það hefur ekki breyst mikið frá því að tæknin var tekin í notkun. Skammstöfunin Sv stendur fyrir Sievert en það er eining sem notuð er til að mæla geislaáverka. Til samanburðar er geislun sem hver og einn jarðarbúi verður fyrir frá umhverfi sínu að meðaltali 2,4mSv (2400µSv) á ári og að auki má geta þess að fólk í flugvél í mikilli hæð verður fyrir meiri geislun frá umhverfinu heldur en þeir sem halda sig á jörðu niðri.

Heimildir:
  • David J. Brenner (2011) Are X-Ray Backscatter Scanners Safe for Airport Passenger Screening? For Most Individuals, Probably Yes, but a Billion Scans per Year Raises Long-Term Public Health Concerns. Radiology, 259, 6-10.
  • Hindié E and Brenner DJ (2012) Point/Counterpoint Backscatter x-ray machines at airports are safe. Medical Physics 39, 4649-4652.
  • Geislavarnir ríkisins – Náttúruleg geislun. (Skoðað 11.04.2013).

Mynd:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

23.4.2013

Spyrjandi

Jóhann Jóhannsson

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16224.

Jónína Guðjónsdóttir. (2013, 23. apríl). Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16224

Jónína Guðjónsdóttir. „Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16224>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?
Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin sem notuð er við öryggisskimunina byggir á því að nema geislun sem kemur til baka frá hlut sem geislað er á með röntgengeisla (e. backscatter). Röntgengeislinn er því ekki sendur í gegnum manneskjuna eins og við sjúkdómsgreiningu.

Engu að síður verður líkaminn fyrir jónandi geislun við svona öryggisskimun, en hún er hins vegar hverfandi lítil. Mönnum ber saman um að hættan sem fylgir öryggisskimun með röntgengeislun (eins og til dæmis auknar líkur á krabbameini) sé svo lítil að líta megi fram hjá henni. Aftur á móti hafa sumir áhyggjur af samanlögðum áhrifum vegna þess að notkunin er orðin mikil og bent hefur verið á að í Bandaríkjunum eingöngu stefni í milljarð myndatökur á ári.

Við öryggisskimun á flugvöllum er röntgengeisli ekki sendur í gegnum manneskjuna eins og við sjúkdómsgreiningu. Tæknin sem notuð er byggir á því að nema geislun sem kemur til baka frá hlut sem geislað er á með röntgengeisla.

Ein öryggisskimun með röntgengeislun veldur um 1µSv geislaálagi og það hefur ekki breyst mikið frá því að tæknin var tekin í notkun. Skammstöfunin Sv stendur fyrir Sievert en það er eining sem notuð er til að mæla geislaáverka. Til samanburðar er geislun sem hver og einn jarðarbúi verður fyrir frá umhverfi sínu að meðaltali 2,4mSv (2400µSv) á ári og að auki má geta þess að fólk í flugvél í mikilli hæð verður fyrir meiri geislun frá umhverfinu heldur en þeir sem halda sig á jörðu niðri.

Heimildir:
  • David J. Brenner (2011) Are X-Ray Backscatter Scanners Safe for Airport Passenger Screening? For Most Individuals, Probably Yes, but a Billion Scans per Year Raises Long-Term Public Health Concerns. Radiology, 259, 6-10.
  • Hindié E and Brenner DJ (2012) Point/Counterpoint Backscatter x-ray machines at airports are safe. Medical Physics 39, 4649-4652.
  • Geislavarnir ríkisins – Náttúruleg geislun. (Skoðað 11.04.2013).

Mynd:

...