Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 911 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?

Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...

category-iconLögfræði

Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?

Allir lifandi menn njóta rétthæfis, en það er lagalegt hugtak sem merkir 'hæfur til að vera aðili að réttindum og bera skyldur.' Almennt verða menn rétthæfir við fæðingu og hætta að vera rétthæfir við andlát. Í íslenskri löggjöf er ekki að finna margar réttarheimildir um fóstur. Það hlýst einkum af því að fóst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fornbakteríur?

Fornbakteríur (archaea) eru að öllum líkindum elsti hópur lífvera á jörðinni og nokkuð víst að þær hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 3,5 milljörðum ára. Sennilega hafa eiginlegar bakteríur (eubacteria) þróast einhvern tímann í fyrndinni út frá fornbakteríum. Fornbakteríur eru dreifkjörnungar líkt og eigin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fer jafnmikil orka í að hlaupa á hlaupabretti og utan dyra?

Það fer aðeins minni orka í að hlaupa á sama hraða á láréttu hlaupabretti heldur en utan dyra. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst loftmótstaðan. Þegar hlaupið er á bretti hreyfist það undir hlauparanum og hann hleypur í raun á staðnum. En hreyfing hlauparans 'miðað við brettið' er alveg eins og hreyfingin á...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru kol til að teikna með búin til?

Kol eru rík af frumefninu kolefni og eru fyrirtakseldsneyti þar sem þau brenna vanalega vel. Hefðbundin kol kallast einnig steinkol eða náttúruleg kol þar sem þau myndast í náttúrunni úr jurtaleifum við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis í mýrum og fenjum. Ummyndun jurtaleifanna í kol tekur milljónir ára og þarfn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana?

Í þessu svari er leitast við að útskýra hugræna atferlismeðferð sem meðferð við ofsakvíða. Hugræn atferlimeðferð er hins vegar gagnlegt meðferðarúrræði við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum kvíða, þunglyndi og fælni. Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðla...

category-iconLögfræði

Hvað gerist ef enginn kýs?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað í raun myndi gerast ef öll þjóðin á sama tíma fengi bara þá hugmynd að kjósa ekki? Myndi alþingið bara hætta? Vonast eftir svari hið snarasta! Stjórnskipunarlög eru þær lagareglur nefndar sem fjalla um æðstu handhöfn ríkisvalds, hvort sem er löggjafarvalds, framkvæmdarvalds e...

category-iconLæknisfræði

Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?

Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig innan nokkurra daga. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun. Háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) er langalgengasta birtingarmynd hæðarveiki en lífshættulegur hæð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausa...

category-iconSálfræði

Hvað eru bráðger börn?

Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...

category-iconEfnafræði

Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos?

Þó svo að kók gjósi afskaplega vel þegar mentos er sett beint ofan í kókflösku, þá er ekki þar með sagt að það sama gerist við aðrar aðstæður. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók? er megin ástæða þess að kókið gýs skyndilega að það er...

category-iconHeimspeki

Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Gerist það sama aftur ef við endursköpum nákvæmlega sömu aðstæður alls staðar, til dæmis spólum tímann afturábak? Er þá ekki í rauninni allt fyrirfram ákveðið, það er að segja ræðst af aðstæðum, og hægt að reikna það út?Þetta eru í rauninni þrjár ólíkar spurningar:Gerist það sa...

category-iconHeimspeki

Er mjólk svört í myrkri?

Þetta er ein af þeim spurningum sem við fáum trúlega aldrei endanlegt svar við. Svarið ræðst af því hvað við eigum við þegar við tölum um liti en heimspekingum hefur reynst ákaflega erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það. Sumir halda því fram að augljóst sé að hlutur haldi lit sínum óháð aðstæðum á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?

Moskítóflugur, Culicidae, eru tvívængjur, Diptera, sem lifa um allan heim. Fullorðin kvendýr sjúga blóð úr spendýrum, fuglum og í sumum tilfellum skriðdýrum til að afla næringar og próteina. Án blóðmáltíðar geta þær ekki þroskað egg. Þær lifa ekki hér á landi, en eru algengar í nágrannalöndunum. Á Grænlandi er...

Fleiri niðurstöður