Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana?

Persóna.is

Í þessu svari er leitast við að útskýra hugræna atferlismeðferð sem meðferð við ofsakvíða. Hugræn atferlimeðferð er hins vegar gagnlegt meðferðarúrræði við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum kvíða, þunglyndi og fælni.

Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðlar að einkennum sjúkdómsins og hins vegar að breyta þeirri hegðun sem viðheldur þeim. Venjulega ver einstaklingurinn 1-3 klukkustundum á viku með meðferðaraðilanum, en auk þess eru honum settar fyrir ýmsar æfingar til að gera á milli tíma.

Hugrænn hluti meðferðar

Í hugrænum hluta meðferðarinnar leitast meðferðaraðili og sjúklingur við að greina hvaða hugsanir og tilfinningar fylgja kvíðaköstum. Þessar hugsanir og tilfinningar eru síðan ræddar í samhengi "hugræns líkans" af ofsakvíða.

Hugrænt líkan af ofsakvíða gerir ráð fyrir því að óæskileg hugarferli, sem kunna að vera ómeðvituð, hrindi af stað vítahring af óttaviðbrögðum. Þeir sem aðhyllast þessa hugmynd telja að ferlið hefjist á því að einstaklingurinn finnur fyrir vægum breytingum á líkamsstarfssemi, svo sem hröðum hjartslætti, stífum magavöðvum eða vægri ógleði. Slík einkenni geta komið til af ýmsu, til dæmis áhyggjum, óþægilegri tilhugsun eða íþróttaæfingum. Þessi líkamseinkenni valda sjúklingnum áhyggjum og kvíða sem eykur svo á einkennin. Við það verður einstaklingurinn enn kvíðnari og fer að hugsa ógnvekjandi hugsanir eins og "ég er að fá hjartaáfall" eða "ég er að missa vitið". Vítahringurinn eflist enn frekar og úr verður ofsakvíðakast. Ferlið allt þarf ekki að vara í meira en nokkrar sekúndur og einstaklingurinn er ekki endilega meðvitaður um líkamseinkennin eða hugsanirnar sem hrintu því af stað.

Fylgjendur hugrænna atferlismeðferða telja að með því að kenna fólki að bera kennsl á fyrstu merki kvíðakasta og reyna að breyta viðbrögðum þess megi koma í veg fyrir að vítahringur myndist. Sérstakar aðferðir eru notaðar til þess að kenna fólki að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir jákvæðar. Til dæmis er fólki kennt að hugsa "þetta eru bara óþægindi sem munu líða hjá" í stað þess að hugsa "þetta er að versna", "ég er að fá kvíðakast", eða "ég er að fá hjartaáfall". Með breyttum hugsunarhætti öðlast einstaklingurinn smám saman betra vald yfir viðbrögðum sínum.

Ólíkt því sem tíðkast í sumum gerðum sálrænna meðferða er ekki lögð áhersla á fortíðina í hugrænni atferlismeðferð. Þess í stað beinast samræður að erfiðleikum og framförum sjúklingsins á líðandi stundu og þeim eiginleikum sem hann þarf að tileinka sér.

Atferlishluti meðferðar

Í atferlishluta meðferðarinnar er fólk þjálfað í að takast á við þau umhverfis- og líkamsáreiti sem valda einkennunum. Oft eru kenndar ýmsar slökunaraðferðir til að draga úr almennum kvíða og streitu og öndunaræfingar eru oft hluti af meðferðinni. Oföndunarköst, sem einkennast af hröðum og grunnum andardrætti, geta ýtt undir kvíðaköst en hægt er að koma í veg fyrir þau með réttri öndun.



Mikilvægt er að fólk læri að bera kennsl á og takast á við þau líkamlegu áreiti sem tengjast kvíðaköstunum. Meðferðaraðilinn metur hvaða líkamlegu breytingar valda kvíðaköstum hjá viðkomandi og hvetur hann síðan gjarnan til að hrinda þeim af stað. Til dæmis er fólk oft látið gera íþróttaæfingar til að gera hjartslátt hraðari, anda hratt og grunnt til þess að koma á öndunareinkennum kvíðakasta, eða snúa sér í hringi þangað til það svimar.

Annar mikilvægur þáttur í atferlismeðferð er að hjálpa sjúklingnum að takast á við umhverfi sitt. Meðferðaraðili og sjúklingur ræða hvort og hvaða aðstæður sjúklingurinn forðast og meta hversu alvarleg áhrif það hefur á líf hans. Síðan vinna þeir í sameiningu að því að yfirstíga verstu hindranirnar.

Sjúklingurinn nálgast aðstæður venjulega í nokkrum þrepum og reynir af fremsta megni að flýja ekki af hólmi þrátt fyrir aukinn kvíða. Með því að halda kyrru fyrir í stað þess að hlaupast á brott áttar fólk sig á því að þrátt fyrir að tilfinningarnar séu ógnvekjandi er því ekki raunveruleg hætta búin og afleiðingarnar eru hreint ekki eins skelfilegar og það óttast. Ef fólk nálgast aðstæður í nokkrum þrepum, stutt með faglegri hvatningu og ráðum, nær það oft að vinna bug á óttanum og getur á endanum tekist óstutt á við aðstæður sem áður vöktu hjá því skelfingu.

Oft setja meðferðaraðilar fólki fyrir verkefni til að vinna inn á milli viðtalstíma. Stundum fer fólk einungis í nokkra viðtalstíma og heldur þjálfuninni áfram sjálft með aðstoð leiðbeininga. Hópmeðferðir eru einnig nokkuð algengar. Hópur af fólki hittist þá reglulega til að skiptast á hughreystingum og ráðleggingum undir handleiðslu meðferðaraðila.

Hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangursrík til þess að draga úr tíðni og styrk kvíðakasta, og hefur venjulega langvarandi áhrif. Árangur næst yfirleitt á um 8-12 vikum en sumir geta þurft lengri tíma. Eins og áður sagði hefur hugræn atferlismeðferð einnig reynst vel til þess að draga úr almennum kvíða, fælni og þunglyndi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Svar þetta birtist upphaflega á vefsetrinu persona.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi í örlítið styttri útgáfu.

Höfundur

Útgáfudagur

12.9.2008

Spyrjandi

Inga Lára Helgadóttir

Tilvísun

Persóna.is. „Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana?“ Vísindavefurinn, 12. september 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25683.

Persóna.is. (2008, 12. september). Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25683

Persóna.is. „Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25683>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana?
Í þessu svari er leitast við að útskýra hugræna atferlismeðferð sem meðferð við ofsakvíða. Hugræn atferlimeðferð er hins vegar gagnlegt meðferðarúrræði við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum kvíða, þunglyndi og fælni.

Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðlar að einkennum sjúkdómsins og hins vegar að breyta þeirri hegðun sem viðheldur þeim. Venjulega ver einstaklingurinn 1-3 klukkustundum á viku með meðferðaraðilanum, en auk þess eru honum settar fyrir ýmsar æfingar til að gera á milli tíma.

Hugrænn hluti meðferðar

Í hugrænum hluta meðferðarinnar leitast meðferðaraðili og sjúklingur við að greina hvaða hugsanir og tilfinningar fylgja kvíðaköstum. Þessar hugsanir og tilfinningar eru síðan ræddar í samhengi "hugræns líkans" af ofsakvíða.

Hugrænt líkan af ofsakvíða gerir ráð fyrir því að óæskileg hugarferli, sem kunna að vera ómeðvituð, hrindi af stað vítahring af óttaviðbrögðum. Þeir sem aðhyllast þessa hugmynd telja að ferlið hefjist á því að einstaklingurinn finnur fyrir vægum breytingum á líkamsstarfssemi, svo sem hröðum hjartslætti, stífum magavöðvum eða vægri ógleði. Slík einkenni geta komið til af ýmsu, til dæmis áhyggjum, óþægilegri tilhugsun eða íþróttaæfingum. Þessi líkamseinkenni valda sjúklingnum áhyggjum og kvíða sem eykur svo á einkennin. Við það verður einstaklingurinn enn kvíðnari og fer að hugsa ógnvekjandi hugsanir eins og "ég er að fá hjartaáfall" eða "ég er að missa vitið". Vítahringurinn eflist enn frekar og úr verður ofsakvíðakast. Ferlið allt þarf ekki að vara í meira en nokkrar sekúndur og einstaklingurinn er ekki endilega meðvitaður um líkamseinkennin eða hugsanirnar sem hrintu því af stað.

Fylgjendur hugrænna atferlismeðferða telja að með því að kenna fólki að bera kennsl á fyrstu merki kvíðakasta og reyna að breyta viðbrögðum þess megi koma í veg fyrir að vítahringur myndist. Sérstakar aðferðir eru notaðar til þess að kenna fólki að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir jákvæðar. Til dæmis er fólki kennt að hugsa "þetta eru bara óþægindi sem munu líða hjá" í stað þess að hugsa "þetta er að versna", "ég er að fá kvíðakast", eða "ég er að fá hjartaáfall". Með breyttum hugsunarhætti öðlast einstaklingurinn smám saman betra vald yfir viðbrögðum sínum.

Ólíkt því sem tíðkast í sumum gerðum sálrænna meðferða er ekki lögð áhersla á fortíðina í hugrænni atferlismeðferð. Þess í stað beinast samræður að erfiðleikum og framförum sjúklingsins á líðandi stundu og þeim eiginleikum sem hann þarf að tileinka sér.

Atferlishluti meðferðar

Í atferlishluta meðferðarinnar er fólk þjálfað í að takast á við þau umhverfis- og líkamsáreiti sem valda einkennunum. Oft eru kenndar ýmsar slökunaraðferðir til að draga úr almennum kvíða og streitu og öndunaræfingar eru oft hluti af meðferðinni. Oföndunarköst, sem einkennast af hröðum og grunnum andardrætti, geta ýtt undir kvíðaköst en hægt er að koma í veg fyrir þau með réttri öndun.



Mikilvægt er að fólk læri að bera kennsl á og takast á við þau líkamlegu áreiti sem tengjast kvíðaköstunum. Meðferðaraðilinn metur hvaða líkamlegu breytingar valda kvíðaköstum hjá viðkomandi og hvetur hann síðan gjarnan til að hrinda þeim af stað. Til dæmis er fólk oft látið gera íþróttaæfingar til að gera hjartslátt hraðari, anda hratt og grunnt til þess að koma á öndunareinkennum kvíðakasta, eða snúa sér í hringi þangað til það svimar.

Annar mikilvægur þáttur í atferlismeðferð er að hjálpa sjúklingnum að takast á við umhverfi sitt. Meðferðaraðili og sjúklingur ræða hvort og hvaða aðstæður sjúklingurinn forðast og meta hversu alvarleg áhrif það hefur á líf hans. Síðan vinna þeir í sameiningu að því að yfirstíga verstu hindranirnar.

Sjúklingurinn nálgast aðstæður venjulega í nokkrum þrepum og reynir af fremsta megni að flýja ekki af hólmi þrátt fyrir aukinn kvíða. Með því að halda kyrru fyrir í stað þess að hlaupast á brott áttar fólk sig á því að þrátt fyrir að tilfinningarnar séu ógnvekjandi er því ekki raunveruleg hætta búin og afleiðingarnar eru hreint ekki eins skelfilegar og það óttast. Ef fólk nálgast aðstæður í nokkrum þrepum, stutt með faglegri hvatningu og ráðum, nær það oft að vinna bug á óttanum og getur á endanum tekist óstutt á við aðstæður sem áður vöktu hjá því skelfingu.

Oft setja meðferðaraðilar fólki fyrir verkefni til að vinna inn á milli viðtalstíma. Stundum fer fólk einungis í nokkra viðtalstíma og heldur þjálfuninni áfram sjálft með aðstoð leiðbeininga. Hópmeðferðir eru einnig nokkuð algengar. Hópur af fólki hittist þá reglulega til að skiptast á hughreystingum og ráðleggingum undir handleiðslu meðferðaraðila.

Hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangursrík til þess að draga úr tíðni og styrk kvíðakasta, og hefur venjulega langvarandi áhrif. Árangur næst yfirleitt á um 8-12 vikum en sumir geta þurft lengri tíma. Eins og áður sagði hefur hugræn atferlismeðferð einnig reynst vel til þess að draga úr almennum kvíða, fælni og þunglyndi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Svar þetta birtist upphaflega á vefsetrinu persona.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi í örlítið styttri útgáfu....