Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?

Persóna.is

Ofsakvíði, eða felmtursröskun, er óþægilegur og hamlandi kvilli sem einkennist meðal annars af hræðslu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Horfurnar eru þó góðar, en meðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar og er því afar mikilvægt að fólk sem þjáist af ofsakvíða leiti sér upplýsinga um vandann og nýti sér þær meðferðir sem eru í boði.

Ofsakvíði einkennist af endurteknum kvíðaköstum; stuttum tímabilum þar sem skelfing grípur viðkomandi skyndilega án þess að nokkur raunveruleg hætta eða ástæða sé fyrir hendi. Skelfingunni fylgja ýmis líkamleg einkenni svo sem svimi, hraður hjartsláttur, og öndunarerfiðleikar. Kvíðaköst geta skollið á þegar fólk á síst von á þeim og óvissan um hvenær von sé á næsta kasti getur staðið því mjög fyrir þrifum. Oft forðast fólk aðstæður sem það telur líklegt að ýti undir kvíðaköst og sumir forðast jafnvel alfarið að fara út á meðal almennings. Orsök ofsakvíða er talið að rekja megi til röskunar á þeim ferlum í heilanum sem stýra hættuviðbrögðum.

Um átta af hverjum fimm hundruð (1,6%) þjást af ofsakvíða einhvern tímann á ævinni og þar af eru tvöfalt fleiri konur en karlar. Röskunin kemur yfirleitt fram snemma á fullorðinsárum, en getur þó einnig komið fram hjá börnum og eldra fólki. Ofsakvíði hrjáir fólk um allan heim, af öllum stéttum og þjóðernum. Einkennin virðist þó að einhverju leyti vera menningarbundin.

Fyrsta kast

Fyrsta kvíðakastið kemur fólki venjulega í opna skjöldu; hellist gjarnan fyrirvaralaust yfir fólk þegar það er að gera afskaplega hversdagslega hluti eins og að aka bíl eða ganga í vinnuna. Skelfing, angist, vanmáttarkennd og veruleikafirring eru oft meðal fyrstu einkenna.

Einkennin eru venjulega verst í nokkrar sekúndur, stundum nokkrar mínútur, og hverfa smám saman á um einni klukkustund. Eins og gefur að skilja valda ofsakvíðaköst iðulega miklu tilfinningalegu uppnámi, og ekki er óalgengt að menn haldi að þeir séu að missa vitið eða veikjast af einhverjum skelfilegum sjúkdómi. Margir leita sér því læknishjálpar eftir fyrsta kast.

Fyrsta kvíðakast getur skollið á þegar viðkomandi er undir miklu álagi. Það getur til dæmis fylgt í kjölfar erfiðleika í vinnu, skilnaðar, skurðaðgerðar, alvarlegs slyss, veikinda eða barnsburðar. Óhófleg neysla koffíns eða örvandi fíkniefna og lyfja svo sem kókaíns og vissra astmalyfja getur einnig komið af stað kvíðakasti. Í flestum tilfellum virðast köstin þó koma "upp úr þurru", án nokkurra sýnilegra tengsla við álag eða erfiðleika.

Vitaskuld kannast allir við að vera áhyggjufullir, taugastrekktir og kvíðnir af og til, en lögð skal áhersla á það að tilfinningarnar sem fylgja ofsakvíða eru af allt annarri styrkleikagráðu. Þær eru gjarnan svo yfirþyrmandi og ógnvekjandi að viðkomandi er sannfærður um að hann sé að deyja, missa vitið eða verða sér til ævarandi skammar, þótt í raun sé að sjálfsögðu lítil hætta á slíkum ógnar afleiðingum.

Sumir fá eitt kast yfir ævina og aðrir fá kast öðru hverju án þess að það hafi teljandi áhrif á daglegt líf þeirra. Þegar um eiginlega röskun er að ræða eru köstin hins vegar þrálát og regluleg og geta valdið miklum þjáningum og félagslegum hömlum.

Einkenni

Meðan á kvíðakasti stendur geta sum eða öll eftirfarandi einkenni komið fram:
  • Skelfing og vanmáttarkennd - tilfinning um að eitthvað hræðilegt sé um það bil að gerast sem maður er öldungis ófær um að stöðva.
  • Hraður hjartsláttur
  • Brjóstsviði
  • Svimi
  • Ógleði
  • Öndunarerfiðleikar
  • Doði í höndum
  • Roði og hiti í andliti eða hrollur
  • Tilfinning um að maður sé að missa sjónar á veruleikanum
  • Ótti við að glata sjálfsstjórn, missa vitið eða verða sér til skammar
  • Feigðartilfinning

Endurtekin ofsakvíðaköst valda gjarnan mikilli hræðslu við frekari köst, og líf þess sem þjáist af ofsakvíða getur orðið undirlagt af ótta og kvíða inn á milli kastanna. Oft fælist fólk einnig þær aðstæður þar sem það upplifði kvíðakast og forðast þær í lengstu lög. Til dæmis verður fólk sem upplifað hefur kvíðakast undir stýri oft mjög hrætt við að keyra.

Fælni í kjölfar kvíðakasta getur sett miklar og margvíslegar hömlur á líf fólks. Svo dæmi sé tekið getur fælni við að keyra valdið því að einstaklingur megnar ekki að fara til vinnu eða sækja börnin sín í skólann. Vina- og fjölskyldubönd kunna einnig að bíða skaða þegar kvíðaköst, og viðvarandi kvíði, leggja undir sig líf viðkomandi.

Ofsakvíða fylgja gjarnan svefntruflanir. Kvíðaköst að nóttu til verða stundum til þess að fólk forðast það að sofa og svefntruflanir geta einnig orðið vegna viðvarandi kvíða, jafnvel þótt köstin sjálf verði ekki á nóttunni.

Margir þeirra sem þjást af ofsakvíða eru óskaplega áhyggjufullir yfir þeim líkamlegu einkennum sem fylgja kvíðaköstunum og eru sannfærðir um að þeir þjáist af lífshættulegum sjúkdómi, jafnvel þótt læknisskoðun hafi ekki leitt í ljós nein merki þess. Algengt er að ofsakvíðasjúklingar telji sig þjást af alvarlegum hjarta- eða öndunarsjúkdómi, og sumir eru sannfærðir um að vandi þeirra stafi af tauga- eða meltingarsjúkdómi. Þessir einstaklingar leita oft til margra sérfræðinga til að fá staðfestingu á grun sínum og kunna að gangast undir ýmsar dýrar og óþarfar rannsóknir. Læknum kann einnig oft að yfirsjást vandinn og leit sjúklingsins að sjúkdómsgreiningu getur því tekið langan tíma.



Ofsakvíði getur leitt til víðáttufælni. Þeir sem þjást af víðáttufælni eru yfirleitt hræddir við að vera í mannfjölda.

Víðáttufælni (e. agoraphobia)

Ef ekkert er að gert getur ofsakvíði leitt til þess að einstaklingar verða hræddir við að koma sér í hverjar þær aðstæður eða umhverfi sem þeir geta ekki losnað úr eða leitað hjálpar við ef kvíðakast skyldi skella á. Þetta ástand kallast víðáttufælni og hrjáir um einn af hverjum þremur einstaklingum með ofsakvíða.

Víðáttufælnir einstaklingar eru oft hræddir við að vera í mannfjölda, standa í biðröðum, fara inn í verslunarmiðstöðvar, keyra eða nota almenningssamgöngur. Margir halda sig á "öruggu svæði" sem kann að vera bundið við heimilið eða nánasta umhverfi. Sumir þora ekki út úr húsi án fylgdar náins vinar eða ættingja. Þrátt fyrir slíkar varúðarráðstafanir fær víðáttufælið fólk venjulega kvíðaköst í það minnsta nokkrum sinnum á mánuði. Eins og gefur að skilja getur víðáttufælni verið verulega hamlandi. Hún gerir mörgum ókleift að vinna, og sumir þurfa jafnvel að reiða sig alfarið á fjölskyldu og vini til að sjá um sig.

Meðferð

Meðferðir við ofsakvíða bera umtalsverðan árangur í um 70-90 af hverjum 100 tilvikum. Ef meðferð er veitt nógu snemma má koma í veg fyrir að ofsakvíði nái efri stigum og víðáttufælni þróist.

Ofgnótt af skjaldkirtilshormóni, ákveðnar gerðir flogaveiki og hjartsláttartruflanir geta valdið einkennum sem svipar til einkenna ofsakvíða. Því ætti fólk alltaf að gangast undir ítarlega læknisskoðun áður en ofsakvíði er greindur.

Hugæn atferlismeðferð og ýmis lyf hafa reynst vel til að meðhöndla ofsakvíða. Misjafnt er hvað reynist hverjum og einum best og ef enginn árangur næst að sex til átta vikum liðnum er mælt með því að meðferðaráætlun sé endurskoðuð.

Þrálátur ofsakvíði

Ofsakvíði getur verið mjög þrálátur sjúkdómur. Hjá flestum skiptast á góð og slæm tímabil, en stundum getur ofsakvíði tekið sig upp fyrirvaralítið eftir langt sjúkdómshlé. Fólk ætti þó ekki að örvænta því hægt er að meðhöndla endurtekin kvíðaköst á sama hátt og þegar ofsakvíða verður fyrst vart.

Þegar fólk hefur einu sinni sigrast á ofsakvíða reynist því venjulega auðveldara að takast á við hann ef hann tekur sig upp aftur. Jafnvel þótt ekki takist að lækna fólk alfarið og kvíðaköst skelli öðru hvoru á, er kvíðinn ekki lengur ríkjandi þáttur í lífi þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Svar þetta birtist upphaflega á vefsetrinu persona.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi í örlítið styttri útgáfu.

Höfundur

Útgáfudagur

25.8.2008

Spyrjandi

Hanna Stella

Tilvísun

Persóna.is. „Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11827.

Persóna.is. (2008, 25. ágúst). Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11827

Persóna.is. „Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11827>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?
Ofsakvíði, eða felmtursröskun, er óþægilegur og hamlandi kvilli sem einkennist meðal annars af hræðslu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Horfurnar eru þó góðar, en meðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar og er því afar mikilvægt að fólk sem þjáist af ofsakvíða leiti sér upplýsinga um vandann og nýti sér þær meðferðir sem eru í boði.

Ofsakvíði einkennist af endurteknum kvíðaköstum; stuttum tímabilum þar sem skelfing grípur viðkomandi skyndilega án þess að nokkur raunveruleg hætta eða ástæða sé fyrir hendi. Skelfingunni fylgja ýmis líkamleg einkenni svo sem svimi, hraður hjartsláttur, og öndunarerfiðleikar. Kvíðaköst geta skollið á þegar fólk á síst von á þeim og óvissan um hvenær von sé á næsta kasti getur staðið því mjög fyrir þrifum. Oft forðast fólk aðstæður sem það telur líklegt að ýti undir kvíðaköst og sumir forðast jafnvel alfarið að fara út á meðal almennings. Orsök ofsakvíða er talið að rekja megi til röskunar á þeim ferlum í heilanum sem stýra hættuviðbrögðum.

Um átta af hverjum fimm hundruð (1,6%) þjást af ofsakvíða einhvern tímann á ævinni og þar af eru tvöfalt fleiri konur en karlar. Röskunin kemur yfirleitt fram snemma á fullorðinsárum, en getur þó einnig komið fram hjá börnum og eldra fólki. Ofsakvíði hrjáir fólk um allan heim, af öllum stéttum og þjóðernum. Einkennin virðist þó að einhverju leyti vera menningarbundin.

Fyrsta kast

Fyrsta kvíðakastið kemur fólki venjulega í opna skjöldu; hellist gjarnan fyrirvaralaust yfir fólk þegar það er að gera afskaplega hversdagslega hluti eins og að aka bíl eða ganga í vinnuna. Skelfing, angist, vanmáttarkennd og veruleikafirring eru oft meðal fyrstu einkenna.

Einkennin eru venjulega verst í nokkrar sekúndur, stundum nokkrar mínútur, og hverfa smám saman á um einni klukkustund. Eins og gefur að skilja valda ofsakvíðaköst iðulega miklu tilfinningalegu uppnámi, og ekki er óalgengt að menn haldi að þeir séu að missa vitið eða veikjast af einhverjum skelfilegum sjúkdómi. Margir leita sér því læknishjálpar eftir fyrsta kast.

Fyrsta kvíðakast getur skollið á þegar viðkomandi er undir miklu álagi. Það getur til dæmis fylgt í kjölfar erfiðleika í vinnu, skilnaðar, skurðaðgerðar, alvarlegs slyss, veikinda eða barnsburðar. Óhófleg neysla koffíns eða örvandi fíkniefna og lyfja svo sem kókaíns og vissra astmalyfja getur einnig komið af stað kvíðakasti. Í flestum tilfellum virðast köstin þó koma "upp úr þurru", án nokkurra sýnilegra tengsla við álag eða erfiðleika.

Vitaskuld kannast allir við að vera áhyggjufullir, taugastrekktir og kvíðnir af og til, en lögð skal áhersla á það að tilfinningarnar sem fylgja ofsakvíða eru af allt annarri styrkleikagráðu. Þær eru gjarnan svo yfirþyrmandi og ógnvekjandi að viðkomandi er sannfærður um að hann sé að deyja, missa vitið eða verða sér til ævarandi skammar, þótt í raun sé að sjálfsögðu lítil hætta á slíkum ógnar afleiðingum.

Sumir fá eitt kast yfir ævina og aðrir fá kast öðru hverju án þess að það hafi teljandi áhrif á daglegt líf þeirra. Þegar um eiginlega röskun er að ræða eru köstin hins vegar þrálát og regluleg og geta valdið miklum þjáningum og félagslegum hömlum.

Einkenni

Meðan á kvíðakasti stendur geta sum eða öll eftirfarandi einkenni komið fram:
  • Skelfing og vanmáttarkennd - tilfinning um að eitthvað hræðilegt sé um það bil að gerast sem maður er öldungis ófær um að stöðva.
  • Hraður hjartsláttur
  • Brjóstsviði
  • Svimi
  • Ógleði
  • Öndunarerfiðleikar
  • Doði í höndum
  • Roði og hiti í andliti eða hrollur
  • Tilfinning um að maður sé að missa sjónar á veruleikanum
  • Ótti við að glata sjálfsstjórn, missa vitið eða verða sér til skammar
  • Feigðartilfinning

Endurtekin ofsakvíðaköst valda gjarnan mikilli hræðslu við frekari köst, og líf þess sem þjáist af ofsakvíða getur orðið undirlagt af ótta og kvíða inn á milli kastanna. Oft fælist fólk einnig þær aðstæður þar sem það upplifði kvíðakast og forðast þær í lengstu lög. Til dæmis verður fólk sem upplifað hefur kvíðakast undir stýri oft mjög hrætt við að keyra.

Fælni í kjölfar kvíðakasta getur sett miklar og margvíslegar hömlur á líf fólks. Svo dæmi sé tekið getur fælni við að keyra valdið því að einstaklingur megnar ekki að fara til vinnu eða sækja börnin sín í skólann. Vina- og fjölskyldubönd kunna einnig að bíða skaða þegar kvíðaköst, og viðvarandi kvíði, leggja undir sig líf viðkomandi.

Ofsakvíða fylgja gjarnan svefntruflanir. Kvíðaköst að nóttu til verða stundum til þess að fólk forðast það að sofa og svefntruflanir geta einnig orðið vegna viðvarandi kvíða, jafnvel þótt köstin sjálf verði ekki á nóttunni.

Margir þeirra sem þjást af ofsakvíða eru óskaplega áhyggjufullir yfir þeim líkamlegu einkennum sem fylgja kvíðaköstunum og eru sannfærðir um að þeir þjáist af lífshættulegum sjúkdómi, jafnvel þótt læknisskoðun hafi ekki leitt í ljós nein merki þess. Algengt er að ofsakvíðasjúklingar telji sig þjást af alvarlegum hjarta- eða öndunarsjúkdómi, og sumir eru sannfærðir um að vandi þeirra stafi af tauga- eða meltingarsjúkdómi. Þessir einstaklingar leita oft til margra sérfræðinga til að fá staðfestingu á grun sínum og kunna að gangast undir ýmsar dýrar og óþarfar rannsóknir. Læknum kann einnig oft að yfirsjást vandinn og leit sjúklingsins að sjúkdómsgreiningu getur því tekið langan tíma.



Ofsakvíði getur leitt til víðáttufælni. Þeir sem þjást af víðáttufælni eru yfirleitt hræddir við að vera í mannfjölda.

Víðáttufælni (e. agoraphobia)

Ef ekkert er að gert getur ofsakvíði leitt til þess að einstaklingar verða hræddir við að koma sér í hverjar þær aðstæður eða umhverfi sem þeir geta ekki losnað úr eða leitað hjálpar við ef kvíðakast skyldi skella á. Þetta ástand kallast víðáttufælni og hrjáir um einn af hverjum þremur einstaklingum með ofsakvíða.

Víðáttufælnir einstaklingar eru oft hræddir við að vera í mannfjölda, standa í biðröðum, fara inn í verslunarmiðstöðvar, keyra eða nota almenningssamgöngur. Margir halda sig á "öruggu svæði" sem kann að vera bundið við heimilið eða nánasta umhverfi. Sumir þora ekki út úr húsi án fylgdar náins vinar eða ættingja. Þrátt fyrir slíkar varúðarráðstafanir fær víðáttufælið fólk venjulega kvíðaköst í það minnsta nokkrum sinnum á mánuði. Eins og gefur að skilja getur víðáttufælni verið verulega hamlandi. Hún gerir mörgum ókleift að vinna, og sumir þurfa jafnvel að reiða sig alfarið á fjölskyldu og vini til að sjá um sig.

Meðferð

Meðferðir við ofsakvíða bera umtalsverðan árangur í um 70-90 af hverjum 100 tilvikum. Ef meðferð er veitt nógu snemma má koma í veg fyrir að ofsakvíði nái efri stigum og víðáttufælni þróist.

Ofgnótt af skjaldkirtilshormóni, ákveðnar gerðir flogaveiki og hjartsláttartruflanir geta valdið einkennum sem svipar til einkenna ofsakvíða. Því ætti fólk alltaf að gangast undir ítarlega læknisskoðun áður en ofsakvíði er greindur.

Hugæn atferlismeðferð og ýmis lyf hafa reynst vel til að meðhöndla ofsakvíða. Misjafnt er hvað reynist hverjum og einum best og ef enginn árangur næst að sex til átta vikum liðnum er mælt með því að meðferðaráætlun sé endurskoðuð.

Þrálátur ofsakvíði

Ofsakvíði getur verið mjög þrálátur sjúkdómur. Hjá flestum skiptast á góð og slæm tímabil, en stundum getur ofsakvíði tekið sig upp fyrirvaralítið eftir langt sjúkdómshlé. Fólk ætti þó ekki að örvænta því hægt er að meðhöndla endurtekin kvíðaköst á sama hátt og þegar ofsakvíða verður fyrst vart.

Þegar fólk hefur einu sinni sigrast á ofsakvíða reynist því venjulega auðveldara að takast á við hann ef hann tekur sig upp aftur. Jafnvel þótt ekki takist að lækna fólk alfarið og kvíðaköst skelli öðru hvoru á, er kvíðinn ekki lengur ríkjandi þáttur í lífi þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Svar þetta birtist upphaflega á vefsetrinu persona.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi í örlítið styttri útgáfu.

...