Það sama á við ef manneskja drekkur gosið. Um leið og það kemst í snertingu við hið "hrjúfa" yfirborð meltingarvegsins fer koltvísýringurinn að losna úr gosinu. Það er því harla lítið eftir þegar ofan í maga er komið og mentos bætir þar engu við. Meltingarvegurinn er mun hrjúfari en mentos og því full fær sjálfur um að unga út þeim loftbólum sem eftir eru. Allir þekkja að þurfa að ropa eftir mikið gosþamb eins og slanguryrðið ropvatn vísar til. Það væri því jafnlíklegt að mikið gosþamb gæti sprengt maga manneskju eins og blandan mentos og gos. Sem betur fer ræður líkaminn ágætlega við það að losa sig við óþarfa loft sem myndast þegar gos er drukkið, enda ekki líklegt að gos væri yfirleitt leyfilegt til manneldis ef líkur væru á að fólk spryngi við neyslu þess. Við þetta má svo að bæta að vísindamennirnir í bandaríska þættinum MythBusters sönnuðu svo ekki væri um villst að það þarf mun meiri þrýsting til að sprengja maga (um það bil 30 faldan loftþrýsting) heldur en losnar úr einni gosflösku (sjá þátt nr. 81). Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni? eftir Benedikt G. Waage
- Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs? eftir Sigurð V. Smárason
- Er sódavatn óhollt? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos? eftir Björn Sigurð Gunnarsson