Vínviðarkol (til vinstri) er hægt að nota beint til teikninga en pressuð viðarkol (til hægri) eru útbúin með því að pressa blöndu af viðarkoladufti og bindiefni.
Viðarkol (e. charcoal) eru einnig vinsæl teiknitól. Viðarkol eru afar kolefnisrík eins og hefðbundnu kolin en vegna framleiðsluaðferðarinnar innihalda viðarkolin einnig ólífræna ösku. Viðarkol finnast ekki í náttúrunni heldur eru þau búin til samkvæmt gamalli vinnsluaðgerð sem felur í sér svokallaða Blýantar sem innihalda viðarkol í stað grafíts eru vinsælir í teiknitímum.
Í dag eru viðarkol útbúin með því að hita trjávið í þar til gerðum ofnum eða kötlum þar sem loft kemst kemst ekki að. Með þessum nýju tækjum er mun auðveldara að stjórna kolunarferlinu.