Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 161 svör fundust
Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?
Stutta svarið er einfaldlega já. Í lögum sem sett voru árið 2006 er lagt bann við framlögum yfir 550 þúsund krónum á ári. Árið 2005 réðst Alþingi í endurskoðun á fjármögnun stjórnmálaflokka. Fram að þeim tíma hafði fjármögnun þeirra að mestu leyti verið þannig að lögaðilar styrktu flokkana og fengu síðan skatta...
Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...
Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér?
Iglur (Hirudinea) eru oft kallaðar blóðsugur á íslensku. Í raun er þó aðeins lítill hluti iglna sem tilheyrir ytri sníkjudýrum, en stór hluti þeirra rúmlega 600 tegunda sem lýst hefur verið lifir annars konar ránlífi. Flestar tegundir iglna finnast í ferskvatni en einnig lifa þær í sjó og einhverjar tegundir finna...
Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?
Fræðimönnum ber ekki saman um hver hin eiginlega klámkynslóð sé, það er við hvaða aldur eigi að miða, en almennt er talið að hin svokallaða klámkynslóð sé ungt fólk sem elst upp við klám í umhverfi sínu. Klámið hafi síðan þau áhrif að ungmennin tileinki sér boðskap klámsins og þau viðhorf og lífsgildi sem í því sé...
Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?
Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...
Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...
Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?
Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. ...
Hvernig verða kórallar til?
Kórallur er hart kalkkennt efni sem svonefnd kóralladýr mynda og hlaða utan um sig og gegnir hlutverki ytra stoðkerfis. Orðið kórallur er líka notað um kóralladýrin sjálf. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa en til hans telst einnig sæfjöður og nokkrir aðrir hópar holdýra. Hinir eiginlegu kórallar eru síðan fl...
Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?
Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...
Þjónusta í boði
Vísindavefurinn hefur áralanga reynslu á sviði vísindamiðlunar og allir starfsmenn vefsins eru háskólamenntaðir á sviði vísinda og fræða. Vísindavefurinn tekur að sér stærri sem smærri verkefni á sviði vísindamiðlunar gegn greiðslu. Hér má finna lýsingar á nokkrum verkefnum sem Vísindavefurinn hefur ...
Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...
Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?
Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...
Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?
Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...
Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?
Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...
Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?
Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum. Hubble hefur tekið myndir af öllum...