Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 392 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er skammtafræði?

Skammtafræði er stærðfræðileg lýsing á hegðun smæstu hluta sem við þekkjum. Þetta eru hlutir eins og rafeindir, frumeindir eða jafnvel hinir örsmáu kvarkar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda. Þessar agnir eru grundvallareiningar í byggingu nær alls efnis í hinum þekkta heimi og marga af eiginleik...

category-iconJarðvísindi

Hvar má finna upplýsingar um steingervinga á Íslandi?

Helstu heimildir um steingervinga á Íslandi eru líklega þessar: 1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir skelja frá síðjökultíma“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 75-85. 2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir surtarbrands og annarra plöntuleifa“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 142-156. 3. Leifu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?

Í orðinu lambslæri er um að ræða samsetningu þar sem fyrri liður stendur í eignarfalli eintölu. Í lambalæri gæti fyrri liður verið eignarfall fleirtölu eða orðið getur verið svokölluð bandstafssamsetning. Vel er hægt að fara í verslun og biðja um eitt lambslæri og tvö lambalæri. Ekkert er rangt við það en oftast b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?

Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum. Halldór Halldórsson getur sér þess til í ...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?

Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?

Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...

category-iconStærðfræði

Ég veit um tvo punkta (2;5) og (6;7). Get ég fundið beina línu gegnum punktana út frá þeim upplýsingum?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Ég veit um tvo punkta (2;5) og (6;7). Get ég fundið út y = x/2 jöfnu út frá þeim upplýsingum?Eitthvað hefur skolast til í spurningunni þannig að ekki er hægt að svara henni skýrt eins og hún liggur fyrir. Við höfum því breytt henni á þann veg sem spyrjandi kann að hafa haft ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað? Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í gr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er bókstaflega merking harðbakkans sem stundum slær í? (Þegar í harðbakkann slær). Nafnorðið harðbakki er notað um dimman skýjabakka sem bendir til að illviðri sé í nánd. Orðið virðist þó fyrst og fremst notað í sambandinu þegar (eða ef) í harðbakkann slær ‘þegar ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Í Mývatnssveit er talað um að eftir virkjun Laxár myndist ekki grunnstingull í henni. Hvað er og hvernig myndast svonefndur grunnstingull í ám? Sigurjón Rist vatnamælingamaður lýsti þessu svo:Frá náttúrunnar hendi fer rennsli úr Mývatni um grunnan flóa, sem heitir Breiða,...

Fleiri niðurstöður