Ég veit um tvo punkta (2;5) og (6;7). Get ég fundið út y = x/2 jöfnu út frá þeim upplýsingum?Eitthvað hefur skolast til í spurningunni þannig að ekki er hægt að svara henni skýrt eins og hún liggur fyrir. Við höfum því breytt henni á þann veg sem spyrjandi kann að hafa haft í huga í raun og veru. Jöfnu beinnar línu sem er ekki samsíða y-ás má rita á almenna forminu y = hx + k þar sem h stendur fyrir hallatölu línunnar og k fyrir skurðpunkt hennar við y-ás. Til er almenn jafna um hallatölu beinnar línu, h, ef tveir punktar (x1, y1) og (x2, y2) á línunni eru þekktir:
- h = (y2 - y1)/(x2 - x1)
- h = (7 - 5)/(6 - 2) = 2/4 = 1/2.
- y - q = h(x - p)
- y - 5 = (1/2)(x - 2) það er að segja y = (1/2)x + 4
Frekara lesefni á Vísindavefnum: