Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 653 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?

Ef rýnt er í gögn Hafrannsóknastofnunar sem unnin eru úr afladagbókum íslenskra fiskiskipa kemur fram að afli á hvern ferkílómetra sjávar í Faxaflóa er á bilinu 10 til 100 kg. Aflinn er nokkuð jafnt dreifður yfir allan flóann og því er ekki hægt að tilgreina eitt svæði í Faxaflóa sem betri stað til lúðuveiða en ön...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á landinu eru flestir selir og hvar er hægt að komast nálægt þeim í þeirra náttúrulega umhverfi?

Tvær tegundir sela kæpa við Ísland, útselur (Halichoerus grypus) og landselur (Phoca vitulina). Sellátur finnast víða um land og er aðgengi að sellátrum landsels yfirleitt betra en útsels. Besti staðurinn til að sjá seli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sennilega fjaran við Stokkseyri og Eyrarbakka en þar halda ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?

Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:"Female with ball", sem ekki er h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?

Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is. Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýr...

category-iconVísindavefurinn

Háskólalestin í Fjallabyggð 2019

Háskólalestin heimsótti Fjallabyggð 17. og 18. maí 2019 og laugardaginn 18. maí var haldin vísindaveisla í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Vísindavefurinn lagði þar ýmsar þrautir fyrir gesti og gangandi. Ein fjölskylda náði að leysa allar þrautirnar: Kristína og börnin hennar þau Úlfrún og Örvar, en systkinin eru 13 og ...

category-iconHeimspeki

Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?

Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina. Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?

Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?

8. september 1913 voru samþykkt frá Alþingi lög um mannanöfn eftir miklar og heitar umræður, einkum um ættarnöfn. Í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfnum, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna. Kvaran v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?

Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með leiðni í ám?

Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?

Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...

category-iconVísindi almennt

Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?

Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest. Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti...

category-iconHeimspeki

Hvað er sókratísk kaldhæðni?

Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum: Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um geitunga, þeirra á meðal: Eru vespur og geitungar líklegar til þess að stinga mann á sumrin?Deyja geitungar þegar þeir stinga?Hvað verður um geitunga þegar þeir eru búnir að stinga mann? Hvers vegna ráðast geitungar á fólk?Er hættulegt að verða fyrir geitungastung...

Fleiri niðurstöður