Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting“, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.Í aðsendri grein Sigurbjargar Harðardóttur í Fréttablaðinu 30. nóvember 2021 stendur: „Gaslýsing er mjög alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft miklar og skaðlegar afleiðingar á lífsgæði og sjálfsmat þolandans.“ Finna má fleiri skrif á Netinu undir gaslýsing, án þess að þær bæti miklu við svo að ég læt þessa skýringu duga.
- Tímarit.is.
- Þórður Snær Júlíusson. (2017, 24. september). Gaslýsing. Kjarninn.
- Sigurbjörg Harðardóttir. (2021, 30. nóvember). Andlegt ofbeldi og birtingarmyndir þess. Fréttablaðið.
- Mynd: Gaslight (1944 poster).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.7.2022).