Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?

Stefán Ingi Valdimarsson

Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á teikningum.


Af þessum þremur formum fara sápukúlur næst því að vera kúlulaga. Ráðandi þáttur í lögun þeirra er yfirborðsspenna yfir sápuhimnuna. Yfirborðið leitar í ástand með lægstu orku og það næst með því að hafa flatarmál þess sem minnst. En vegna þess að sápuhimnan er loftheld verður himnan að umlykja ákveðið rúmmál. Þess vegna leitar sápukúlan í þá lögun sem hefur minnst flatarmál af yfirborðum sem umlykja tiltekið rúmmál. Með smá athugun virðist augljóst að þessi ferill er hringur en það er býsna áhugavert stærðfræðilegt vandamál að sanna með óyggjandi hætti að svo sé. Reyndar eru sápukúlur nokkuð gjarnar á að víkja frá hringformi á ýmsa vegu, til dæmis geta nokkrar sápukúlur klesst saman og stundum er hægt að sjá talsverða bylgjuhreyfingu í þeim, sérstaklega ef þær eru stórar.

Regndropar eru flóknara fyrirbæri. Lögun þeirra er talsvert háð stærðinni sem getur verið á bilinu frá 0,2 millimetrum í þvermál upp í 6 millimetra þvermál. Allra stærstu regndroparnir eru þó sjaldgæfir nema í verstu úrhellisrigningum.

Í minnstu regndropum er yfirborðsspenna ráðandi þáttur. Þeir fara því mjög nærri því að vera kúlulaga. Í stærri dropum koma hins vegar fleiri þættir inn í myndina, svo sem munur á þrýstingi efst og neðst í dropanum og áhrif loftmótstöðu. Loftmótstaðan veldur mestum þrýstingi við neðsta borð dropa sem fellur í lofti og dregur úr þrýstingi við hliðarnar þar sem loftið þeytist framhjá.

Hver eru svo heildaráhrif þessara krafta? Allir kannast við myndir af regndropum, nokkurn veginn kúlulaga með smá anga sem skagar upp. Þessi mynd er hins vegar fjarri sanni. Eins og alltaf reynir yfirborðsspennan að halda dropunum kúlulaga en loftmótstaðan fletur þá út að neðan og minni þrýstingur við hliðarnar veldur því að þeir þenjast út þar. Því eru stórir regndropar í raun kúlulaga að ofan en flatir að neðan og með meiri breidd en hæð!

Það sem hér hefur verið sagt um lögun regndropa gildir að mestu einnig fyrir loftbólur nema hvað loftbólur leita upp á við í vatni og þess vegna verða þær flatar að ofan og kúptar að neðan. Stórar loftbólur, til dæmis þær sem myndast þegar andað er frá sér undir vatni, eru óreglulegar, lögun þeirra getur sveiflast og þær hafa tilhneigingu til að brotna upp.

Lesefni:
  • Reynir Axelsson, 1998. „Löður: Sápukúlur og stærðfræði“. Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning. Reykjavík: Heimskringla, bls. 199-231.

Myndir:
  • Mynd af sápukúlum er úr grein Reynis tekin eftir Almgren og Taylor. Myndina tók Fritz Goro.
  • Mynd af regndropa er úr bók R. Clift, J.R. Grace og M.E. Weber Bubbles, Drops and Particles

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

2.8.2000

Spyrjandi

Stefán Pálsson

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=711.

Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 2. ágúst). Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=711

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?
Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á teikningum.


Af þessum þremur formum fara sápukúlur næst því að vera kúlulaga. Ráðandi þáttur í lögun þeirra er yfirborðsspenna yfir sápuhimnuna. Yfirborðið leitar í ástand með lægstu orku og það næst með því að hafa flatarmál þess sem minnst. En vegna þess að sápuhimnan er loftheld verður himnan að umlykja ákveðið rúmmál. Þess vegna leitar sápukúlan í þá lögun sem hefur minnst flatarmál af yfirborðum sem umlykja tiltekið rúmmál. Með smá athugun virðist augljóst að þessi ferill er hringur en það er býsna áhugavert stærðfræðilegt vandamál að sanna með óyggjandi hætti að svo sé. Reyndar eru sápukúlur nokkuð gjarnar á að víkja frá hringformi á ýmsa vegu, til dæmis geta nokkrar sápukúlur klesst saman og stundum er hægt að sjá talsverða bylgjuhreyfingu í þeim, sérstaklega ef þær eru stórar.

Regndropar eru flóknara fyrirbæri. Lögun þeirra er talsvert háð stærðinni sem getur verið á bilinu frá 0,2 millimetrum í þvermál upp í 6 millimetra þvermál. Allra stærstu regndroparnir eru þó sjaldgæfir nema í verstu úrhellisrigningum.

Í minnstu regndropum er yfirborðsspenna ráðandi þáttur. Þeir fara því mjög nærri því að vera kúlulaga. Í stærri dropum koma hins vegar fleiri þættir inn í myndina, svo sem munur á þrýstingi efst og neðst í dropanum og áhrif loftmótstöðu. Loftmótstaðan veldur mestum þrýstingi við neðsta borð dropa sem fellur í lofti og dregur úr þrýstingi við hliðarnar þar sem loftið þeytist framhjá.

Hver eru svo heildaráhrif þessara krafta? Allir kannast við myndir af regndropum, nokkurn veginn kúlulaga með smá anga sem skagar upp. Þessi mynd er hins vegar fjarri sanni. Eins og alltaf reynir yfirborðsspennan að halda dropunum kúlulaga en loftmótstaðan fletur þá út að neðan og minni þrýstingur við hliðarnar veldur því að þeir þenjast út þar. Því eru stórir regndropar í raun kúlulaga að ofan en flatir að neðan og með meiri breidd en hæð!

Það sem hér hefur verið sagt um lögun regndropa gildir að mestu einnig fyrir loftbólur nema hvað loftbólur leita upp á við í vatni og þess vegna verða þær flatar að ofan og kúptar að neðan. Stórar loftbólur, til dæmis þær sem myndast þegar andað er frá sér undir vatni, eru óreglulegar, lögun þeirra getur sveiflast og þær hafa tilhneigingu til að brotna upp.

Lesefni:
  • Reynir Axelsson, 1998. „Löður: Sápukúlur og stærðfræði“. Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning. Reykjavík: Heimskringla, bls. 199-231.

Myndir:
  • Mynd af sápukúlum er úr grein Reynis tekin eftir Almgren og Taylor. Myndina tók Fritz Goro.
  • Mynd af regndropa er úr bók R. Clift, J.R. Grace og M.E. Weber Bubbles, Drops and Particles

...