Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1040 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var síðasta setning Fermats?

Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið? Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...

category-iconSálfræði

Hvernig geta litir og tónlist haft áhrif í auglýsingum?

Þegar viðtakendur auglýsinga kunna vel að meta liti og/eða tónlist í auglýsingum þá munu þeir, að öllu jöfnu, kunna vel við skilaboð auglýsingarinnar, vöruna eða þann aðila sem er auglýstur (Perloff, 2003). Í slíkum tilvikum er hlutlaust áreiti (til dæmis varan), sem viðkomandi hefur enga sérstaka skoðun á, tengt...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?

Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?

Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...

category-iconHeimspeki

Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?

Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?

Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?

Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?

Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég hef stundum velt fyrir mér lýsingarorðinu "vaskur" (sbr. vaskir menn). Getur verið að hér sé átt við Baska (Vasco). Er hugsanlegt að Íslendingum hafi þótt Baskarnir duglegir veiðimenn og að orðið hafi þannig orðið til? Ég tel ekki líkur á að lýsingarorðið vaskur ‘r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli? Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan á orðið „romsa“ uppruna sinn?

Orðið romsa getur verið bæði nafnorð og sögn. Nafnorðið merkir ‘þula, langloka’ en sögnin ‘þylja (í belg og biðu)’, til dæmis romsa einhverju upp úr sér. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi um bæði orðin frá því snemma á 19. öld. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:772) segir Ásgeir Blöndal Magnússon ...

Fleiri niðurstöður