Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 306 svör fundust
Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn lí...
Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?
Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...
Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?
Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...
Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?
Gert er ráð fyrir að spurt sé hvort tvöfalda megi lyftikraft flugvélarvængs með flöpum sem tvöfalda yfirborð vængjarins. Það ætti að vera mögulegt, en þó ekki hagkvæmasta leiðin. Búnaður til að auka lyftigetu vængja er gjarnan notaður þegar fljúga þarf flugvél á tiltölulega lágum hraða, einkum við flugtak eða l...
Hvernig varð sólin til?
Svonefnd geimþokukenning útskýrir hvernig sólkerfið okkar varð til. Samkvæmt henni myndaðist sólkerfið í geimþoku fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára. Mynd eftir William K. Hartmann sem á að sýna uppruna sólkerfisins. Höggbylgjur frá sprengistjörnum í geimþokunni mynduðu hvirfla í þokunni sem byrjuðu að falla...
Hve hratt fer Boeing 747?
Þota af gerðinni Boeing 747 flýgur á um 85% af hljóðhraða (0.855 Mach). Þetta eru um 912 km/klst. Þessi þota, einnig kölluð júmbóþota vegna stærðar sinnar, er mikið notuð bæði í farþegaflugi og vöruflutningum. Hún er þá helst notuð á löngum flugleiðum, svo sem milli á milli London og Singapore eða milli Los Angele...
Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...
Hvað er þetta Eski í Eskifirði?
Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? Eskifjörður. Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðar...
Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?
Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem mjög breytilegt er hvað börn í aldurshópnum 11-14 ára eru þung. Ástæðan fyrir þessu er að sumir krakkar verða kynþroska snemma og aðrir seinna. Hæð barnanna og þyngd þeirra getur því verið mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig þyngdin á húð þeirra. ...
Hver voru algeng nöfn víkinga?
Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið tekinn saman listi yfir þá sem töldust víkingar eða vitað var að héldu í víking. Til er stuttur kafli um nöfn sem þekkt eru frá víkingatímanum í bók Assars Janzéns um norræn eiginnöfn (1948:28-29). Þau eru ekki sérstaklega nöfn á þeim sem héldu í víking heldur heimildir ...
Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?
Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu ...
Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið? Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi h...
Eru einhver örnefni á Íslandi sem tengjast hvítabjörnum?
Hvítabjarnar-örnefni er að finna á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu. Ekkert af þeim virðist vera nefnt í fornum textum. Hvítabjarnarey er út af Stykkishólmi. Í sóknarlýsingu er hún nefnd Hvítubjarnarey í aukafalli (í Hvítubjarnarey, bls. 196). Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að hún dragi nafn a...
Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...
Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?
Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...