Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1001 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?

Stöðug þróun á sér stað í tannfyllingarefnum almennt, sérlega þeim sem höfða til útlits, það er plastefna og postulíns. Postulínsfyllingar (krónur og innlegg) hafa verið notaðar lengi og tekið miklum framförum, sérlega hvað styrk varðar. Þegar postulínsfyllingar eru gerðar þarf að taka mát af viðkomandi tönn e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?

Árni Friðriksson er einn af merkustu frumkvöðlum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í stærð...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?

Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattst...

category-iconStærðfræði

Hver er þyngd og rúmmál eins milljarðs íslenskra króna í fimm þúsund króna seðlum?

Þær upplýsingar fengust frá Seðlabanka Íslands að einn milljarður króna í fimm þúsund króna seðlum sé 186,7 kíló að þyngd og því sem næst fjórðungi úr rúmmetra að rúmmáli. Þessar tölur miðast við að seðlarnir séu ónotaðir. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að eins lítra mjólkurferna vegur um það bil...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?

Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?

Auðvelt er að reikna verð hluta með afslætti ef upphaflega verðið er gefið upp. Til að mynda kostar 1.000 króna hlutur með 15% afslætti:0,85 ∙ 1.000 kr = 850 krþar sem talan 0,85 er fengin með því að draga afsláttinn frá heildinni (1-0,15). Aðeins snúnara er að reikna upphaflegt verð ef afslátturinn og af...

category-iconFélagsvísindi

Hvað heitir gjaldmiðillinn í Namibíu?

Namibíumenn kalla gjaldmiðil sinn dal. Þegar þetta er skrifað, 21. október 2003, fást ríflega 10 íslenskar krónur fyrir hvern namibíudal. Tíu namibíudalir. Namibíumenn hafa fest gengi gjaldmiðil síns við gengi gjaldmiðils nágranna sinna í Suður-Afríku, rand. Þeir reyna að láta einn namibíudal kosta jafnmikið o...

category-iconSálfræði

Hvers vegna selja menn frekar á verðinu 999 í stað 1000 kr? Er þetta eitthvað sálrænt?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að frekar óalgengt er að vöruverð sé rúnnuð tala eins og 1000 kr. Varan er gjarnan nokkrum krónum ódýrari og því til að mynda seld á 999 kr. Sú aðferð að verðleggja vörur á þennan hátt gengur undir ýmsum nöfnum, þar á meðal odd pricing, psychological pricing og customary pricing...

category-iconHagfræði

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...

category-iconFélagsvísindi

Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?

Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru. Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en við...

category-iconLæknisfræði

Hvert er ferlið við faðernispróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér. Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsi...

category-iconFélagsvísindi

Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?

Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?

Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...

category-iconHagfræði

Hvaða breytingar hafa orðið á tekjutengingu ellilífeyris frá apríl 2013 til september 2016?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

Fleiri niðurstöður