Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Stöðug þróun á sér stað í tannfyllingarefnum almennt, sérlega þeim sem höfða til útlits, það er plastefna og postulíns.
Postulínsfyllingar (krónur og innlegg) hafa verið notaðar lengi og tekið miklum framförum, sérlega hvað styrk varðar. Þegar postulínsfyllingar eru gerðar þarf að taka mát af viðkomandi tönn eftir að hún hefur verið slípuð til og það sent til tannsmiðs sem byggir fyllinguna upp með brennslu í sérstökum postulínsofni. Fyllingin er síðan límd í tönnina.
Til eru margar tegundir af postulíni sem hafa mismunandi eðlis- og efnafræðilega eiginleika eftir því hvernig það er unnið. Ávallt er verið að reyna að þróa og prófa endingarbetri postulínsefni. Tilraunir hafa verið gerðar með postulínsefni sem hægt er að setja beint í tennur en það hefur ekki gengið vel vegna mjög lélegs styrks. Vonandi býður framtíðin þó upp á slíkar fyllingar.
Eins og aðrar tannfyllingar hefur postulín kosti og galla. Helstu kostir eru styrkleiki, slitþol, útlit og góð vefjasvörun en helstu ókostir eru kostnaður, aukinn tannskurður, slit á andstæðum tönnum og tímafrek nákvæmisvinna tannsmiðs.
Mynd:Trust Dental LaboratorySpurningin í heild hljóðar svona:
Hvernig gengur með þróunina á postulínsfyllingum í tennur? Verða þær betri og sterkari en þær sem til eru í dag?
Jónas Geirsson. „Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?“ Vísindavefurinn, 9. október 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6837.
Jónas Geirsson. (2007, 9. október). Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6837
Jónas Geirsson. „Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6837>.