Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er ferlið við faðernispróf?

EDS

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér.

Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsins við fæðingu sem síðar er notað til þess að ganga úr skugga um faðerni. Liggi slík ósk fyrir er tekið blóð við fæðinguna, það greint og flokkað og hluti þess geymdur fyrir DNA rannsókn.

Eftir að barnið er fætt fyllir móðirin út yfirlýsingu um hver faðirinn er og er það gert hjá sýslumanni. Sýslumaður sendir síðan meintum föður pappíra til undirritunar sé hann samþykkur. Neiti maðurinn að vera faðir barnsins þarf hann að fara í blóðprufu til að gera á honum DNA erfðaefnisrannsókn sem síðan er borin saman við erfðaefnið úr blóði barnsins. Sú rannsókn getur tekið allt að 3 mánuði. Reynist viðkomandi maður vera faðir barnsins þarf hann að borga rannsóknina sem kostar 200.000 krónur (maí 2016). Reynist hann hins vegar ekki vera faðirinn er kostnaður við rannsóknina greiddur úr ríkissjóði eins og kveðið er á um í barnalögum frá 2003.

Svar þetta er byggt á svari Dagnýjar Zoega ljósmóður við sambærilegri spurningu á Doktor.is og upplýsingum frá Önnur Rós Jóhannesdóttur yfirfélagsráðgjafa og Sigurlaugu Eyjólfsdóttur félagsráðgjafa á Barna- og kvennasviði LSH en þar geta konur fengið aðstoð og leiðbeiningar í sambandi við faðernismál.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.11.2004

Spyrjandi

Sunnna Guðmundsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Hvert er ferlið við faðernispróf?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4597.

EDS. (2004, 5. nóvember). Hvert er ferlið við faðernispróf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4597

EDS. „Hvert er ferlið við faðernispróf?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4597>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er ferlið við faðernispróf?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér.

Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsins við fæðingu sem síðar er notað til þess að ganga úr skugga um faðerni. Liggi slík ósk fyrir er tekið blóð við fæðinguna, það greint og flokkað og hluti þess geymdur fyrir DNA rannsókn.

Eftir að barnið er fætt fyllir móðirin út yfirlýsingu um hver faðirinn er og er það gert hjá sýslumanni. Sýslumaður sendir síðan meintum föður pappíra til undirritunar sé hann samþykkur. Neiti maðurinn að vera faðir barnsins þarf hann að fara í blóðprufu til að gera á honum DNA erfðaefnisrannsókn sem síðan er borin saman við erfðaefnið úr blóði barnsins. Sú rannsókn getur tekið allt að 3 mánuði. Reynist viðkomandi maður vera faðir barnsins þarf hann að borga rannsóknina sem kostar 200.000 krónur (maí 2016). Reynist hann hins vegar ekki vera faðirinn er kostnaður við rannsóknina greiddur úr ríkissjóði eins og kveðið er á um í barnalögum frá 2003.

Svar þetta er byggt á svari Dagnýjar Zoega ljósmóður við sambærilegri spurningu á Doktor.is og upplýsingum frá Önnur Rós Jóhannesdóttur yfirfélagsráðgjafa og Sigurlaugu Eyjólfsdóttur félagsráðgjafa á Barna- og kvennasviði LSH en þar geta konur fengið aðstoð og leiðbeiningar í sambandi við faðernismál.

...