Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins
Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
FEB vill spyrja fyrir hönd félagsmanna sinna hvort sú fullyrðing fjármála- og efnahagsráðherra um að "fyllilega" hafi verið staðið við afnám allra skerðinga hjá eldri borgurum líkt og lofað var og kom fram í bréfi Bjarna til eldri borgara við lok kosningabaráttunnar árið 2013?Spurningin vísaði því til nokkurra liða í bréfi Bjarna Benediktssonar frá 22. apríl 2013. Hér er að finna svar við einum lið í bréfinu, um tekjutengingu ellilífeyris. Samkvæmt heimasíðu Tryggingarstofnunar hefur tekjutenging ellilífeyrisgreiðslna breyst með eftirfarandi hætti: Með lögum nr. 86/2013 var frítekjumark atvinnutekna gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækkað úr 40.000 krónum á mánuði í 109.600 krónur á mánuði. Þann 1. janúar 2014 voru frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækkuð úr 15.800 krónur í 21.600 krónur á mánuði. Þá var skerðingarhlutfall tekna lækkað úr 45% í 38,35%. Samtímis var skerðingarhutfall heimilisuppbótar lækkað úr 13,26% í 11,30%. Þann 1. janúar 2015 var frítekjumark lífeyristekna gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækkað í 27.400 krónur á mánuði. Þegar aðrar tekjur en atvinnutekjur og fjármagnstekjur að viðbættum atvinnutekjum og fjármagnstekjum að frádregnum 8.220 krónum ná samtals 214.604 krónum á mánuði skerðist grunnlífeyrir frá Tryggingastofnun um 25% af tekjuupphæðinni. Sé ofangreint tekjuviðmið umfram 374.050 krónur á mánuði falla grunnlífeyrisgreiðslur niður. Tryggingastofnun dregur breytingar sem hafa orðið á skerðingarhlutföllum og frítekjumörkum gagnvart ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót saman með eftirfarandi hætti í tölvupóstsamskiptum við ritstjóra Staðreyndavaktarinnar:
Ellilífeyrir | ||||
Skerðingarhlutfall | ||||
Almennt frítekjumark | ||||
Sértækt frítekjumark fjármagnstekna | ||||
Tekjuskerðing vegna lífeyrissjóðstekna |
Tekjutrygging | ||||
Skerðingarhlutfall | ||||
Sértækt frítekjumark lífeyrissjóðstekna | ||||
Sértækt frítekjumark atvinnutekna | ||||
Sértækt frítekjumark fjármagnstekna |
Heimilisuppbót | ||||
Skerðingarhlutfall | ||||
Sértækt frítekjumark lífeyrissjóðstekna | ||||
Sértækt frítekjumark atvinnutekna | ||||
Sértækt frítekjumark fjármagnstekna |
- Ragnheiður Jónsdóttir (1646-1715) | smiles while the Krona s… | Flickr. Myndrétthafi er Þorsteinn V. Jónsson. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 13.09.2016).