Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 124 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er stjórnlagaþing?

Stjórnlagaþing er þjóðkjörin samkoma sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir viðkomandi ríki. Ýmis dæmi eru um það úr sögunni að boðað hafi verið til stjórnlagaþings og gerist það allajafna í kjölfar átaka eða umróts, til dæmis eftir að þjóð hefur lýst yfir sjálfstæði sínu, grundvallarbreytingar ha...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918? Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún...

category-iconLögfræði

Hvað gerist ef enginn kýs?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað í raun myndi gerast ef öll þjóðin á sama tíma fengi bara þá hugmynd að kjósa ekki? Myndi alþingið bara hætta? Vonast eftir svari hið snarasta! Stjórnskipunarlög eru þær lagareglur nefndar sem fjalla um æðstu handhöfn ríkisvalds, hvort sem er löggjafarvalds, framkvæmdarvalds e...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?

Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...

category-iconFöstudagssvar

Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hæ...

category-iconHeimspeki

Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?

Johann Gottfried Herder (1744-1803) var fæddur í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi (nú Morag í Póllandi). Hann lærði guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskólann í Königsberg, þar sem hann kynntist meðal annars bæði Immanúel Kant (1724-1804) og Johann Georg Hamann (1730-1788), en hinn síðarnefndi var einn áhr...

category-iconStærðfræði

Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?

Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

category-iconHugvísindi

Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?

Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...

category-iconFélagsvísindi

Er löglegt að spila fjárhættuspil á Netinu og ef svo er, þarf maður þá að borga skatt af gróðanum?

Áhugi á ýmis konar netspilum hefur aukist undanfarin ár. Póker og „21“ eru dæmi um vinsæl spil á Netinu. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að 1,3% aðspurðra hafi á undanförnum 12 mánuðum spilað póker á Netinu og voru karlmenn í aldurshópnum 18-25 ára fjölmennasti hópu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?

Austurríski eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger (f. 12.8. 1887 í Vín, d. þar 4.1. 1961) var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar og meðal merkustu vísindamanna tuttugustu aldar. Bylgjujafnan, sem hann setti fram árið 1926 og við hann er kennd, er lykillinn að skilningi nútímaeðlisfræði á gerð og hegðun frumeinda o...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp úrið?

Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?

Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í heimsstyrjöldinni síðari í grófum dráttum?

Heimsstyrjöldin síðari er stærsti einstaki atburður mannkynssögunnar. Í henni áttust við Bandamenn (Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin eftir 1941) og Öxulveldin (Þýskaland, Japan og Ítalía) og lauk stríðinu með fullnaðarsigri Bandamanna. Orsakir stríðsins eru margvíslegar, en einna helst má nefna öfgaþjóðernishygg...

Fleiri niðurstöður