Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?

Ritstjórn Vísindavefsins

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hættu. En þann 9. nóvember árið 1989 gerðist það sem aðeins stuttu áður var talið ómögulegt: Múrinn féll.

David Hasselhoff (f. 1952) á einlægri stundu.

Fræðimenn hafa lengi velt fyrir sér ástæðum þess að landamærin milli Austur- og Vestur-Þýskalands opnuðust haustið 1989. Flóknar stjórnmálafræðilegar vangaveltur komu fram og voru samin mikil rit um þessar ástæður á fyrsta áratugnum eftir fall Berlínarmúrsins. Um síðustu aldamót gat bandaríski leikarinn David Hasselhoff (f. 1952) ekki lengur setið á sér og kvartaði sáran í viðtölum yfir því að framlag hans við múrbrotið hafi verið skipulega hunsað af fræði- og minjagripasölumönnum.

Þar sem Vísindavefurinn er akademísk stofnun hefur hann tvö fræðileg lögmál í miklum heiðri og getur því ekki vikið sér undan að svara spurningunni um þátt Hasselhoffs í falli múrsins. Annars vegar hefur starfsfólk hans svokallaða kærleiksreglu (e. principle of charity) í miklum hávegum, en hún segir að ekki megi gera fólki upp skoðanir eða tilgang með orðum þeirra. Við gerum því ráð fyrir að hann hljóti að hafa meint það sem hann sagði. Hins vegar er sú gullna regla höfð í heiðri að Þjóðverjar grínast ekki og þar sem Hasselhoff er af þýskum ættum er ekki við öðru að búast en að orð hans um að hann hafi sameinað Vestur- og Austur-Berlín séu mælt af fullri einlægni.

Lesendur Vísindavefsins vita kannski ekki að fyrir utan hnyttnar samræður við bílinn sinn í Knight Rider og stórbrotna túlkun sína á strandverðinum tígulega Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttaröðinni Baywatch þá er Hasselhoff einnig kunnur rokksöngvari í þýskumælandi löndum Evrópu. Í Frakklandi hefur Johnny Hallyday (f. 1943) hins vegar skyggt á frægðarsól hans. Þegar sameiningu Berlínar var fagnað á Gamlárskvöld 1989 var Hasselhoff fenginn af sjálfum Helmut Kohl (f. 1930) til að syngja á tónleikum á rústum múrsins fyrir framan hundruð þúsunda áhorfenda. Sló hann þar stórstjörnum eins og Bruce Springsteen og fleirum ref fyrir rass en flest stærstu nöfn tónlistarheimsins höfðu lýst yfir áhuga á að syngja fyrir Berlínarbúa á þessum tímamótum. Valið á Hasselhoff var ekki alveg út í bláinn. Þekktasta lag hans, Looking for Freedom, var vinsælasta lag Vestur-Þýskalands árið örlagaríka og er það mat Hasselhoffs sjálfs að íbúar austan megin múrsins hafi orðið fyrir innblæstri af texta lagsins.

David Hasselhoff syngur um frelsið og tryllir lýðinn við sameiningu Vestur- og Austur Berlínar.

Lagið sjálft var vinsæll slagari í Vestur-Þýskalandi á áttunda áratugnum í flutningi Tony Marshall (f. 1938), en þá með þýskum texta. Ef texti lagsins er skoðaður gaumgæfilega og horft er fram hjá augljósum mistökum textahöfundar að nota ekki betri stuðlasetningu og kalla lagið Looking for Liberty má greina nokkuð frelsisaukandi áhrif í laginu. Gætu þar verið komnar orsakir þess að fertugasti og þriðji forseti Bandaríkjanna talaði gjarnan um frelsi í fleirtölu (e. freedoms) í upphafi aldarinnar. Í texta lagsins koma meðal annars fram eftirfarandi hendingar (í lauslegri þýðingu):

Ég hef leitað frelsis,

hef leitað svo lengi.

Ég hef leitað frelsis,

og úthald mitt sprengi.

Ég hef leitað frelsis,

allt síðan ég var ungur.

Ég hef leitað frelsis,

það er ei fyrir gungur.

Johnny Hallyday (f. 1943) hefur náð að skyggja á frægðarsól Hasselhoffs í Frakklandi.

Það er samdóma álit ritstjórnar Vísindavefsins að engin gögn hafi komið fram sem útiloki að flutningur Davids Hasselhoff á lagi og ljóði hafi náð nokkurs konar menningarlegri eigintíðni Berlínarmúrsins og orsakað þannig fall hans. Fátt bendir til þess að fagurfræðilegar ástæður hafi legið útgáfunni að baki og má því velta því fyrir sér hver eða hverjir hafi staðið á bak við hana. Hvað sem því líður má heldur ekki horfa fram hjá því að Hasselhoff tókst að gera það sem enginn þýskur stjórnmálamaður gat undir lok árs 1989. Hann sýndi aðskilinni þjóð fram á sameiginlegar rætur menningar sinnar. Múrveggir, gaddavír og vélbyssuhreiður höfðu ekki náð að eyða samþýskri ást á vondri hárgreiðslu, þöndum brjóstkassa og angurværum svip dægurlagasöngvarans.

Myndir:

Útgáfudagur

7.12.2012

Spyrjandi

Jón Jónsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28055.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 7. desember). Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28055

Ritstjórn Vísindavefsins. „Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28055>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hættu. En þann 9. nóvember árið 1989 gerðist það sem aðeins stuttu áður var talið ómögulegt: Múrinn féll.

David Hasselhoff (f. 1952) á einlægri stundu.

Fræðimenn hafa lengi velt fyrir sér ástæðum þess að landamærin milli Austur- og Vestur-Þýskalands opnuðust haustið 1989. Flóknar stjórnmálafræðilegar vangaveltur komu fram og voru samin mikil rit um þessar ástæður á fyrsta áratugnum eftir fall Berlínarmúrsins. Um síðustu aldamót gat bandaríski leikarinn David Hasselhoff (f. 1952) ekki lengur setið á sér og kvartaði sáran í viðtölum yfir því að framlag hans við múrbrotið hafi verið skipulega hunsað af fræði- og minjagripasölumönnum.

Þar sem Vísindavefurinn er akademísk stofnun hefur hann tvö fræðileg lögmál í miklum heiðri og getur því ekki vikið sér undan að svara spurningunni um þátt Hasselhoffs í falli múrsins. Annars vegar hefur starfsfólk hans svokallaða kærleiksreglu (e. principle of charity) í miklum hávegum, en hún segir að ekki megi gera fólki upp skoðanir eða tilgang með orðum þeirra. Við gerum því ráð fyrir að hann hljóti að hafa meint það sem hann sagði. Hins vegar er sú gullna regla höfð í heiðri að Þjóðverjar grínast ekki og þar sem Hasselhoff er af þýskum ættum er ekki við öðru að búast en að orð hans um að hann hafi sameinað Vestur- og Austur-Berlín séu mælt af fullri einlægni.

Lesendur Vísindavefsins vita kannski ekki að fyrir utan hnyttnar samræður við bílinn sinn í Knight Rider og stórbrotna túlkun sína á strandverðinum tígulega Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttaröðinni Baywatch þá er Hasselhoff einnig kunnur rokksöngvari í þýskumælandi löndum Evrópu. Í Frakklandi hefur Johnny Hallyday (f. 1943) hins vegar skyggt á frægðarsól hans. Þegar sameiningu Berlínar var fagnað á Gamlárskvöld 1989 var Hasselhoff fenginn af sjálfum Helmut Kohl (f. 1930) til að syngja á tónleikum á rústum múrsins fyrir framan hundruð þúsunda áhorfenda. Sló hann þar stórstjörnum eins og Bruce Springsteen og fleirum ref fyrir rass en flest stærstu nöfn tónlistarheimsins höfðu lýst yfir áhuga á að syngja fyrir Berlínarbúa á þessum tímamótum. Valið á Hasselhoff var ekki alveg út í bláinn. Þekktasta lag hans, Looking for Freedom, var vinsælasta lag Vestur-Þýskalands árið örlagaríka og er það mat Hasselhoffs sjálfs að íbúar austan megin múrsins hafi orðið fyrir innblæstri af texta lagsins.

David Hasselhoff syngur um frelsið og tryllir lýðinn við sameiningu Vestur- og Austur Berlínar.

Lagið sjálft var vinsæll slagari í Vestur-Þýskalandi á áttunda áratugnum í flutningi Tony Marshall (f. 1938), en þá með þýskum texta. Ef texti lagsins er skoðaður gaumgæfilega og horft er fram hjá augljósum mistökum textahöfundar að nota ekki betri stuðlasetningu og kalla lagið Looking for Liberty má greina nokkuð frelsisaukandi áhrif í laginu. Gætu þar verið komnar orsakir þess að fertugasti og þriðji forseti Bandaríkjanna talaði gjarnan um frelsi í fleirtölu (e. freedoms) í upphafi aldarinnar. Í texta lagsins koma meðal annars fram eftirfarandi hendingar (í lauslegri þýðingu):

Ég hef leitað frelsis,

hef leitað svo lengi.

Ég hef leitað frelsis,

og úthald mitt sprengi.

Ég hef leitað frelsis,

allt síðan ég var ungur.

Ég hef leitað frelsis,

það er ei fyrir gungur.

Johnny Hallyday (f. 1943) hefur náð að skyggja á frægðarsól Hasselhoffs í Frakklandi.

Það er samdóma álit ritstjórnar Vísindavefsins að engin gögn hafi komið fram sem útiloki að flutningur Davids Hasselhoff á lagi og ljóði hafi náð nokkurs konar menningarlegri eigintíðni Berlínarmúrsins og orsakað þannig fall hans. Fátt bendir til þess að fagurfræðilegar ástæður hafi legið útgáfunni að baki og má því velta því fyrir sér hver eða hverjir hafi staðið á bak við hana. Hvað sem því líður má heldur ekki horfa fram hjá því að Hasselhoff tókst að gera það sem enginn þýskur stjórnmálamaður gat undir lok árs 1989. Hann sýndi aðskilinni þjóð fram á sameiginlegar rætur menningar sinnar. Múrveggir, gaddavír og vélbyssuhreiður höfðu ekki náð að eyða samþýskri ást á vondri hárgreiðslu, þöndum brjóstkassa og angurværum svip dægurlagasöngvarans.

Myndir:

...