Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 274 svör fundust

category-iconVísindafréttir

Vísindamaður vikunnar - viðtöl við vísindamenn um rannsóknir og annað fróðlegt efni

Vísindavefur HÍ og RÚV eru í samstarfi um vísindamann vikunnar. Í þættinum Samfélagið á Rás 1 eru vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindafélag Íslands og Vísindavefurinn settu á laggirnar árið 20...

category-iconFornleifafræði

Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?

Á Grænlandi eru mjög umfangsmiklar leifar eftir byggð norræns fólks sem hófst á seinni hluta tíundu aldar og leið undir lok á þeirri fimmtándu. Hinir norrænu Grænlendingar bjuggu í tveimur aðskildum byggðarlögum og eru meir en 500 kílómetrar á milli þeirra. Það stærra var kallað Eystribyggð og er syðst á Grænlandi...

category-iconUmhverfismál

Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?

Samkvæmt skýrslum IPCC (International Panel on Climate Change, 2000) er öll binding kolefnis í gróðri á jörðinni 500-560 Gt C (Gígatonn kolefnis, en eitt slíkt er milljarður tonna). Þar af eru um 360 Gt C í skógi. Til samanburðar eru 1500-2300 Gt C bundin í jarðvegi og um 750 Gt C eru í andrúmslofti. Kolefni (...

category-iconHeimspeki

Hvernig á maður að svara spurningum?

Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...

category-iconHugvísindi

Hvenær var söluskattur settur á vöru á Íslandi, hverjir gerðu það og hvers vegna?

Söluskattur var innheimtur hérlendis í einni eða annarri mynd frá árinu 1945, að undanskildum árunum 1946 og 1947, allt þar til virðisaukaskattur leysti hann af hólmi árið 1990. Það er því svokölluð Nýsköpunarstjórn, undir forsæti Ólafs Thors, sem var við völd þegar skatturinn var fyrst lagður á. Söluskattur og sí...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru og hvernig líta marbendlar út?

Marbendlar eru sagðir vera sjávarvættir sem eru að hálfu leyti í mannslíki en að öðru leyti sem fiskar eða ferfætlingar. Á þeim þekkjast ýmis önnur nöfn svo sem: hafbúi, hafdvergur, haffrú, hafgúa, hafgýgur, hafmaður, hafmær, hafstrambi, haftröll, marbúi, mardvergur, margýgur, marmennill, meyfiskur, sjóálfur, sædv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna? Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst? Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Snýst sólin um sjálfa sig?

Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo e...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er bergrisi, sem táknar eitthvað vont í norrænni goðafræði, verndari Íslands?

Með verndara Íslands er í spurningunni sennilega átt við bergrisa þann sem í Heimskringlu segir að óð út á sjóinn fyrir sunnan land til móts við sendimann Haralds konungs Gormssonar, en sá fór í hvalslíki. Risinn var reyndar einn af fjórum helstu landvættum í sögunni, en hinar voru griðungur, gammur og dreki. Auk ...

category-iconHugvísindi

Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?

Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?

Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld. Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að rota jólin?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður? Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er ...

category-iconHugvísindi

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?

Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...

Fleiri niðurstöður