
Kortið sýnir þá staði þar sem ummerki um norrænt fólk hafa fundist á Grænlandi og austurströnd Kanada. Kortið gerði Lísabet Guðmundsdóttir.

Lítill skáli frá elleftu öld á Bænum undir sandinum í Vestribyggð á Grænlandi. Húsið var elsta byggingarstigið af mörgum á þessu bæjarstæði og hefur öll sömu einkenni og íslenskir skálar frá sama tíma.

Hringprjónn frá Hofstöðum í Mývatnssveit af sömu gerð og prjónn sem fannst á L‘Anse aux Meadows (sem er mun verr farinn). Prjónar af þessari gerð hafa flestir fundist á Írlandi og eru því taldir hafa verið smíðaðir þar en þeir voru í tísku í byggðum norrænna manna við Norður Atlantshaf.
- Fanning, Thomas 1994, Viking Age Ringed Pins from Dublin (Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B; Vol. 4), Royal Irish Academy, and National Museum of Ireland.
- Guðmundur Ólafsson & Albrethsen, Svend Erik 2000, ‘Bærinn undir sandinum. Rannsókn á skála í Vestribyggð á Grænlandi.’ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1998, 130-39.
- Gulløv, Hans Christian ritstj. 2004, Grønlands forhistorie, København: Gyldendal.
- Wallace, Birgitta 2003, ‘L’Anse aux Meadows and Vinland. An Abandoned Experiment.’ J. Barrett ritstj. Contact, Continuity, and Collapse. The Norse Colonisation of the North Atlantic, Turnhout: Brepols, 207-238.