Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst?Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur Ásbjarnarson í Kirkjubæ), Vatnsdælu (Surtur Ingólfsson) og Laxdælu (Surtur Þorsteinsson). Í Vatnsdæla sögu segir (stafsetningu breytt):
Ingólfur átti tvo sonu við konu sinni, og hétu þeir Surtur og Högni. Þeir voru báðir gjörvulegir menn. (ÍF VIII: 106–107).Hvergi er nokkuð neikvætt að finna sem tengst gæti nafninu Surtur í Íslendingasögum en af því sem fram er komið var það sárasjaldgæft. Allnokkrir karlar hétu aftur á móti Svartur og voru margir þeirra þrælar. Enginn Surtur er nefndur í Landnámu. Í Annálum 1400–1800 er ekki heldur nefndur Surtur en einn Svartur sem lést seint á 18. öld.
- ÍF VIII = Íslensk fornrit VIII: Vatnsdæla saga. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenska fornritafélag, Reykjavík 1939.
- Mynd: Surtur - Wikipedia.org. (Sótt 5.10.2021).