Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst?

Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur Ásbjarnarson í Kirkjubæ), Vatnsdælu (Surtur Ingólfsson) og Laxdælu (Surtur Þorsteinsson). Í Vatnsdæla sögu segir (stafsetningu breytt):
Ingólfur átti tvo sonu við konu sinni, og hétu þeir Surtur og Högni. Þeir voru báðir gjörvulegir menn. (ÍF VIII: 106–107).

Hvergi er nokkuð neikvætt að finna sem tengst gæti nafninu Surtur í Íslendingasögum en af því sem fram er komið var það sárasjaldgæft. Allnokkrir karlar hétu aftur á móti Svartur og voru margir þeirra þrælar. Enginn Surtur er nefndur í Landnámu. Í Annálum 1400–1800 er ekki heldur nefndur Surtur en einn Svartur sem lést seint á 18. öld.

Jötunninn Surtur. Mynd eftir John Charles Dollman (1909).

Í Völuspá er sagt frá því að Surtur muni koma í ragnarökum með glóandi sverð og berjast við bana Belja, sem var Freyr, og flest goðin falla í þessum bardaga. Eldur gleypti síðan allan heiminn.

Á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands eru birt öll manntöl frá 1703 til 1920 og er þar engan Surt að finna. Ég hygg að sögur af jötninum Surti eigi þar stóran þátt.

Heimild og mynd:

  • ÍF VIII = Íslensk fornrit VIII: Vatnsdæla saga. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenska fornritafélag, Reykjavík 1939.
  • Mynd: Surtur - Wikipedia.org. (Sótt 5.10.2021).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.11.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82195.

Guðrún Kvaran. (2021, 10. nóvember). Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82195

Guðrún Kvaran. „Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82195>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst?

Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur Ásbjarnarson í Kirkjubæ), Vatnsdælu (Surtur Ingólfsson) og Laxdælu (Surtur Þorsteinsson). Í Vatnsdæla sögu segir (stafsetningu breytt):
Ingólfur átti tvo sonu við konu sinni, og hétu þeir Surtur og Högni. Þeir voru báðir gjörvulegir menn. (ÍF VIII: 106–107).

Hvergi er nokkuð neikvætt að finna sem tengst gæti nafninu Surtur í Íslendingasögum en af því sem fram er komið var það sárasjaldgæft. Allnokkrir karlar hétu aftur á móti Svartur og voru margir þeirra þrælar. Enginn Surtur er nefndur í Landnámu. Í Annálum 1400–1800 er ekki heldur nefndur Surtur en einn Svartur sem lést seint á 18. öld.

Jötunninn Surtur. Mynd eftir John Charles Dollman (1909).

Í Völuspá er sagt frá því að Surtur muni koma í ragnarökum með glóandi sverð og berjast við bana Belja, sem var Freyr, og flest goðin falla í þessum bardaga. Eldur gleypti síðan allan heiminn.

Á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands eru birt öll manntöl frá 1703 til 1920 og er þar engan Surt að finna. Ég hygg að sögur af jötninum Surti eigi þar stóran þátt.

Heimild og mynd:

  • ÍF VIII = Íslensk fornrit VIII: Vatnsdæla saga. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenska fornritafélag, Reykjavík 1939.
  • Mynd: Surtur - Wikipedia.org. (Sótt 5.10.2021).
...