Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1317 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?

Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna. Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna klæjar mann?

Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...

category-iconUndirsíða

Svar: dvergagáta

Lausn: Lágvaxni maðurinn er of lítill til að ná upp í takkann sem sendir hann upp á 10. hæð í lyftunni. En þegar rignir hefur hann vitanlega regnhlíf með í för enda vill hann ekki verða rennandi blautur í rigningunni, eða jafnvel gengur í stígvélum eins og einnig kom fram í svörum lesenda. Þá notar hann auðvitað r...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?

Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn hefur tekið þátt í og stjórnað fjölmörgum innlendum rannsóknarverkefnum og þátttö...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaðan kemur orðið hundadagar?

Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst. Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Sí...

category-iconHugvísindi

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Brynjólfur Sveinsson á 1.000 kr. seðlinum?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Brynjólfur Sveinsson og hvað gerði hann til að komast á 1.000 kr. seðil Íslendinga? Í stuttu máli sagt var Brynjólfur Sveinsson prestssonur vestan úr Önundarfirði, fæddur árið 1605. Hann gekk í Skálholtsskóla og lauk stúdentsprófi þaðan 1623. Síðan sigldi h...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?

Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar á Íslandi er best að vera til að sjá almyrkva á sólu sem verður 12. ágúst 2026?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að spyrja ykkur að því hvar á Íslandi er best að vera þegar almyrkvinn gengur yfir Ísland 12. ágúst 2026. Mér sýnist hann vera mestur einhverstaðar á Vestfjörðum en sé það ekki nógu vel. Var að vona þið gætuð vitað það og sagt mér það. Gráðurnar sem eru gefnar upp fyrir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?

Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafeldsneyti?

Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?

Auðvelt er að reikna út hvað 10 m/s er mikill hraði í km/klst eða km/h; 'h' er alþjóðleg skammstöfun fyrir klukkustund (samanber frönsku 'heure' og ensku 'hour'). Við vitum að í einum kílómetra eru 1000 metrar og í klukkustund eru 3600 sekúndur. Því reiknum við:10 m/s · 3600 s/h · 0,001 km/m = 36 km/h.Þennan útrei...

Fleiri niðurstöður