Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:55 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:55 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?

Jón Már Halldórsson

Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé eitt dæmi um hversu vel aðlagaðir hvítabirnir eru að lífi á norðurhjaranum.

Hvítir hlutir endurkasta meira ljósi en dökkir. Það sama á við um dýr sem eru hvít eða ljós á litinn, þau endurkasta meira ljósi en dýr sem hafa dökkan húðlit. Þannig ná dökk dýr betur að nýta orku frá sólunni til að halda á sér hita en þau sem eru ljós. Dökkt skinn ísbjarna, sem við sjáum reyndar ekki fyrir feldinum, drekkur í sig mikla orku frá útfjólubláu ljósi. Ísbirnir og nokkur önnur heimskautadýr eru því sem næst svört í útfjólubláu ljósi. Þannig ná þessi heimskautadýr að nýta útfjólubláa geislun frá sólinni til að halda á sér hita.

Undir feldi hvítabjarna er svart skinn. Ísbirnir og nokkur önnur heimskautadýr eru næstum svört í útfjólubláu ljósi og ná þannig að nýta útfjólubláa geislun frá sólinni til að halda á sér hita.

Feldur hvítabjarna gagnast einnig til að halda á dýrunum hita. Hvítabirnir hafa tveggja laga feld, stutt og fíngerðari þelhár og grófari og lengri toghár. Hárin innihalda engin litarefni, eru glær og hol. Hol hár auka einangrun og gagnast þess vegna til að halda hita á dýrunum. Í þeim eru einnig örlitlar agnir sem dreifa og endurvarpa ljósinu sem á þau falla. Á sama hátt virka saltagnir úr umhverfinu sem setjast utan á hárin.

Feldurinn er þó ekki alltaf skjannahvítur, til að mynda geta óhreinindi úr umhverfinu haft áhrif en einnig örverur, en græn slikja á hvítabjörnum í dýragörðum orsakast til dæmis af þörungum sem komast inn í hol hárin.

Þykkt fitulag hvítabjarna, þykkur feldur með hol, einangrandi hár og svart skinn sem drekkur í sig útfjólubláa geislun, gerir hvítabjörnum kleift að lifa í köldu umhverfi.

Undir feldi og skinni hvítabjarna er svo 5-10 cm þykkt fitulag. Allt þetta samantekið: fitulagið, þykkur feldur með hol hár sem einanga og svart skinn sem drekkur í sig útfjólubláa geislun, gerir það að verkum að hvítabirnir geta lifað í eins köldu umhverfi og raun ber vitni.

Heimildir og myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ara Ólafssyni, dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir við svarið.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.1.2025

Síðast uppfært

31.1.2025

Spyrjandi

Katrín Embla Júlíudóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2025, sótt 5. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87017.

Jón Már Halldórsson. (2025, 30. janúar). Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87017

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2025. Vefsíða. 5. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?
Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé eitt dæmi um hversu vel aðlagaðir hvítabirnir eru að lífi á norðurhjaranum.

Hvítir hlutir endurkasta meira ljósi en dökkir. Það sama á við um dýr sem eru hvít eða ljós á litinn, þau endurkasta meira ljósi en dýr sem hafa dökkan húðlit. Þannig ná dökk dýr betur að nýta orku frá sólunni til að halda á sér hita en þau sem eru ljós. Dökkt skinn ísbjarna, sem við sjáum reyndar ekki fyrir feldinum, drekkur í sig mikla orku frá útfjólubláu ljósi. Ísbirnir og nokkur önnur heimskautadýr eru því sem næst svört í útfjólubláu ljósi. Þannig ná þessi heimskautadýr að nýta útfjólubláa geislun frá sólinni til að halda á sér hita.

Undir feldi hvítabjarna er svart skinn. Ísbirnir og nokkur önnur heimskautadýr eru næstum svört í útfjólubláu ljósi og ná þannig að nýta útfjólubláa geislun frá sólinni til að halda á sér hita.

Feldur hvítabjarna gagnast einnig til að halda á dýrunum hita. Hvítabirnir hafa tveggja laga feld, stutt og fíngerðari þelhár og grófari og lengri toghár. Hárin innihalda engin litarefni, eru glær og hol. Hol hár auka einangrun og gagnast þess vegna til að halda hita á dýrunum. Í þeim eru einnig örlitlar agnir sem dreifa og endurvarpa ljósinu sem á þau falla. Á sama hátt virka saltagnir úr umhverfinu sem setjast utan á hárin.

Feldurinn er þó ekki alltaf skjannahvítur, til að mynda geta óhreinindi úr umhverfinu haft áhrif en einnig örverur, en græn slikja á hvítabjörnum í dýragörðum orsakast til dæmis af þörungum sem komast inn í hol hárin.

Þykkt fitulag hvítabjarna, þykkur feldur með hol, einangrandi hár og svart skinn sem drekkur í sig útfjólubláa geislun, gerir hvítabjörnum kleift að lifa í köldu umhverfi.

Undir feldi og skinni hvítabjarna er svo 5-10 cm þykkt fitulag. Allt þetta samantekið: fitulagið, þykkur feldur með hol hár sem einanga og svart skinn sem drekkur í sig útfjólubláa geislun, gerir það að verkum að hvítabirnir geta lifað í eins köldu umhverfi og raun ber vitni.

Heimildir og myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ara Ólafssyni, dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir við svarið....